Ed Sheeran snúinn aftur á Twitter og segir fjarveruna ekki tengjast Game of Thrones Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 22:48 Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. Skjáskot/Youtube Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT
Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00