Ed Sheeran snúinn aftur á Twitter og segir fjarveruna ekki tengjast Game of Thrones Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 22:48 Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. Skjáskot/Youtube Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT
Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00