Ed Sheeran snúinn aftur á Twitter og segir fjarveruna ekki tengjast Game of Thrones Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 22:48 Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. Skjáskot/Youtube Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Söngvarinn Ed Sheeran hefur komið Twitter-aðgangi sínum aftur í gagnið eftir að hann gerði aðganginn óvirkan í vikunni. Talið var að Sheeran hefði hætt á Twitter vegna óvæginna ummæla aðdáenda Game of Thrones um gestahlutverk söngvarans í þáttunum en Sheeran hafnar því að Twitter-virkni sín tengist gagnrýninni. Sheeran sagði skilið við samfélagsmiðilinn í vikunni í kjölfar þess að gestahlutverk hans í sjónvarpsþáttunum sívinsælu Game of Thrones var harðlega gagnrýnt. Hann sneri þó fljótlega aftur á Twitter en þvertók fyrir að fjarvera sín tengdist meinfýsnum athugasemdunum. „Ég hætti á Twitter vegna þess að ég hafði alltaf ætlað mér að hætta á Twitter. Það hafði ekkert með það að gera hvað fólk sagði um gestahlutverk mitt í Game of Thrones, vegna þess að ég er í Game of Thrones, af hverju í ósköpunum myndi ég hafa áhyggjur af því hvað öðru fólki fyndist um það?“ skrifaði Sheeran í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag. Sheeran er þekktur fyrir að hverfa af samfélagsmiðlum og þá hefur hann tjáð sig um hatursfull ummæli sem berast honum í gegnum téða miðla. Söngvarinn hefur jafnframt sagt að honum þyki erfitt að takast á við slík ummæli og hefur ýjað að því að hann muni takmarka notkun sína á samfélagsmiðlum vegna þeirra. Í hlutverki sínu í Game of Thrones fór Sheeran með tvær línur: „Þetta er nýtt,“ sagði hann um lag, sem persóna hans söng í viðurvist Aryu Stark í túlkun Maisie Williams, og „Versti staður í heimi,“ um King‘s Landing, höfuðborg sögusviðs þáttanna.Hér að neðan má sjá Instagram-færslu Sheeran, þar sem hann tjáir sig um Twitter-sviptingarnar, í heild sinni. Last i'll say on this. I came off Twitter Coz I was always intending to come off Twitter, had nothing to do with what people said about my game of thrones cameo, because I am in game of thrones, why the hell would I worry what people thought about that. It's clearly fuckin' awesome. Timing was just a coincidence, but believe what you want. Here is an unrelated picture of me and my wonderful manager riding off into the sunset together A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jul 19, 2017 at 9:04am PDT
Tengdar fréttir Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Ed Sheeran hættir á Twitter í kjölfar gestahlutverks í Game of Thrones Ekki voru allir sammála um ágæti gestahlutverks breska söngvarans Ed Sheeran í þætti sunnudagsins. 18. júlí 2017 12:00