Vildum kaupa það sem börnin hefðu gaman af Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2017 09:15 Fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar við afhendingu gjafanna á skrifstofu SKB í Hlíðasmára, Katrín Halldórsdóttir, Kristín Ísold Jóhannesdóttir, Andrea Þórey Sigurðardóttir og Snorri Páll Þórðarson. Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“ Borðspil Kópavogur Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“
Borðspil Kópavogur Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira