Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 14:30 Petra Kvitova er hörkutól. vísir/getty Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova. Tennis Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova.
Tennis Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira