Þær íslensku slógu öll met Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2017 09:15 "Okkur hefur aldrei gengið eins vel og núna. Það var yndislegt að upplifa það,“ segir Elinóra. Mynd/Eyþór Árnason Íslensku konurnar slógu öll met. Af samtals 40 konum sem tilnefndar voru til verðlauna frá ýmsum löndum voru sex íslenskar og fimm þeirra hlutu verðlaun, þar af ein aðalverðlaunin. Ef miðað væri við hina frægu höfðatölu þjóða hefðu Bretar átt að tilnefna 1.000 konur og Ítalir annað eins.“ Þetta segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður Kvenn, sem er Íslandsdeild alþjóðasamtaka uppfinninga og frumkvöðlakvenna (Global Women Inventors and innovators Network; skammstafað GWIIN). Hún er nýkomin af ráðstefnu og verðlaunaveitingu samtakanna í Bari á Ítalíu. „Bari er yndislegur strandbær út við Adríahafið, skammt frá Róm, þar voru konur frá ýmsum löndum og má nefna Bretland, Ítalíu, Taíland, Malasíu og Finnland og var mjög gaman. Verðlaun voru veitt í mismunandi flokkum nýsköpunar, frá hönnun upp í flóknar vísindalegar stúdíur.“ Mestan ljóma segir Elinóra stafa af aðalverðlaununum sem Sandra Mjöll Jónsdóttir fékk fyrir nýsköpun sína sem snýst um að nota blóðvökva til að rækta stofnfrumur í. „Blóðvökvann fær Sandra Mjöll hjá Blóðbankanum en hingað til hefur honum verið hent. Stofnfrumumeðferðum í lækningaskyni fer fjölgandi í heiminum og hingað til hefur verið notaður dýravökvi til að rækta frumurnar í. Sandra Mjöll ver doktorsritgerð sína um verkefnið í september og ég spái því að hún eigi eftir að verða heimsfræg.“ Elinóra lýsir öllum verkefnum verðlaunahafanna stolt. Byrjar á Biodome Reykjavik sem Hjördís Sigurðardóttir skipulagsfræðingur stendur fyrir. „Hjördís er búin að fá lóð inni í Elliðaárdal, þar ætlar hún að reisa byggingu með hvolfþaki fyrir ræktun og ráðstefnur. Margrét Júlíana Sigurðardóttir tónlistarkona er höfundur músíkmúsarinnar Maximúsar, nú hefur hún þróað tölvuleik sem hjálpar fólki að læra nótur á skemmtilegan hátt. Listakonan Sigrún Lára Shanko fékk verðlaun fyrir hönnun sína á gólf- og veggteppum sem hún vinnur í þrívídd með flosnál að vopni og bæta hljóðvist húsa. Þorbjörg Jensdóttir, doktor í næringarvísindum, stendur á bak við Hap+ töflurnar sem auka munnvatnsframleiðslu 20-falt, án þess að eyða glerungi tanna og Hildur Magnúsdóttir þurrkar og malar lambalifur og setur í belgi. Þar er ný afurð komin á markað.“ Íslandsdeildin Kvenn verður tíu ára þann 11. þessa mánaðar. Elinóra stóð fyrir stofnun hennar og kveðst hingað til hafa tilnefnt 59 íslenskar konur til viðurkenninga. „En okkur hefur aldrei gengið eins vel og núna. Það var yndislegt að upplifa það.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Íslensku konurnar slógu öll met. Af samtals 40 konum sem tilnefndar voru til verðlauna frá ýmsum löndum voru sex íslenskar og fimm þeirra hlutu verðlaun, þar af ein aðalverðlaunin. Ef miðað væri við hina frægu höfðatölu þjóða hefðu Bretar átt að tilnefna 1.000 konur og Ítalir annað eins.“ Þetta segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður Kvenn, sem er Íslandsdeild alþjóðasamtaka uppfinninga og frumkvöðlakvenna (Global Women Inventors and innovators Network; skammstafað GWIIN). Hún er nýkomin af ráðstefnu og verðlaunaveitingu samtakanna í Bari á Ítalíu. „Bari er yndislegur strandbær út við Adríahafið, skammt frá Róm, þar voru konur frá ýmsum löndum og má nefna Bretland, Ítalíu, Taíland, Malasíu og Finnland og var mjög gaman. Verðlaun voru veitt í mismunandi flokkum nýsköpunar, frá hönnun upp í flóknar vísindalegar stúdíur.“ Mestan ljóma segir Elinóra stafa af aðalverðlaununum sem Sandra Mjöll Jónsdóttir fékk fyrir nýsköpun sína sem snýst um að nota blóðvökva til að rækta stofnfrumur í. „Blóðvökvann fær Sandra Mjöll hjá Blóðbankanum en hingað til hefur honum verið hent. Stofnfrumumeðferðum í lækningaskyni fer fjölgandi í heiminum og hingað til hefur verið notaður dýravökvi til að rækta frumurnar í. Sandra Mjöll ver doktorsritgerð sína um verkefnið í september og ég spái því að hún eigi eftir að verða heimsfræg.“ Elinóra lýsir öllum verkefnum verðlaunahafanna stolt. Byrjar á Biodome Reykjavik sem Hjördís Sigurðardóttir skipulagsfræðingur stendur fyrir. „Hjördís er búin að fá lóð inni í Elliðaárdal, þar ætlar hún að reisa byggingu með hvolfþaki fyrir ræktun og ráðstefnur. Margrét Júlíana Sigurðardóttir tónlistarkona er höfundur músíkmúsarinnar Maximúsar, nú hefur hún þróað tölvuleik sem hjálpar fólki að læra nótur á skemmtilegan hátt. Listakonan Sigrún Lára Shanko fékk verðlaun fyrir hönnun sína á gólf- og veggteppum sem hún vinnur í þrívídd með flosnál að vopni og bæta hljóðvist húsa. Þorbjörg Jensdóttir, doktor í næringarvísindum, stendur á bak við Hap+ töflurnar sem auka munnvatnsframleiðslu 20-falt, án þess að eyða glerungi tanna og Hildur Magnúsdóttir þurrkar og malar lambalifur og setur í belgi. Þar er ný afurð komin á markað.“ Íslandsdeildin Kvenn verður tíu ára þann 11. þessa mánaðar. Elinóra stóð fyrir stofnun hennar og kveðst hingað til hafa tilnefnt 59 íslenskar konur til viðurkenninga. „En okkur hefur aldrei gengið eins vel og núna. Það var yndislegt að upplifa það.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira