Tvö mannfrek útköll gerðu slökkviliði erfitt fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2017 18:45 Frá vettvangi brunans við Bauganes í gærkvöldi Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mannfrek útköll gerðu slökkviliði erfitt fyrir í tveimur útköllum sem urðu með mínútu millibili í gærkvöldi en mildi þykir að enginn hafi slasast þegar mikil eldur kom upp í íbúðarhúsi í Skerjafirði. Tilkynning barst til Neyðarlínunnar um eld í gasgrilli í Bauganesi klukkan fjóra mínútur yfir átta í gærkvöldi. Slökkviliðsmenn gerðu sig reiðubúna til þess að fara á staðinn en rétt um mínútu síðar barst önnur tilkynning um að skúta væri á hvolfi í Skerjafirði og að tveir menn væru á kili skútunnar. Köfunarteymi slökkviliðsins, sem mannað er sömu áhöfn og á dælubílnum í Skógarhlíð fór í Nauthólsvík til að athuga með skútuna, en tveir menn voru sendir á dælubíl í brunann við Bauganes, en auk þeirra var aðstoð send af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði. „Við áttum ekki von á þessu með nýja fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða og vorum búin að vera að því í um tíu mínútur og þá kíkjum við út og þá stendur grillið í ljósum logum,“ sagði Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu. Áttuðuð þið ykkur á því að það væri ekki við neitt ráðið þegar þið sáuð hvernig var úti á svölum? „Já, það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. Þegar slökkviliðsmenn voru við það að slökkva eldinn í gasgrillinu blossaði upp eldur á efri hæð hússins og í millilofti undir þaki og þar reyndist talsverður eldsmatur. Þetta fór svolítið öðruvísi en fyrsta tilkynning gaf til kynna um? „Já, og það bætti í það líka kafaraútkall, þannig að það var lítill mannskapur til að byrja með. Þurftum að sækja mannskapinn lengra frá þannig að þetta tók aðeins lengri tíma,“ segir Þórir Karl Jónasson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ásamt slökkviliði tóku þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir þátt í leit að skútunni og mönnunum í Skerjafirði en fljótt var það afturkallað þar sem í ljós kom að sjóbauja hafi vilt tilkynnanda sýn. Á meðan var búið að kalla út allt tiltækt slökkvilið að Bauganesi þar sem eldur þar var orðinn mjög mikill. „Við tölum okkur vera búna en þá hefur greinilega komist eldur upp á milliloftið sem við vissum ekki um þannig að reykkafarar áttu erfitt með að athafna sig þar þannig að við urðum að vinna þetta allt utan frá. Rífa þakið utan frá,“ segir Þórir.Tvö mannfrek útköll, þetta er ekki gott?„Já mannfrek útköll og búið að hringja út aukamannskap til þess að sinna sjúkraflutningum, þeir hætta ekkert á meðan,“ segir Þórir. Tengdar fréttir Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Eldur kviknaði í sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi. Íbúum hússins var verulega brugðið. 30. júní 2017 14:19 Telja að skútu hafi hvolft með tveimur innanborðs Mikill viðbúnaður. 29. júní 2017 20:48 Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Ekki talið að skútu hafi hvolft í Skerjafirði Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu telur að um misskilning hafi verið að ræða. 30. júní 2017 12:59 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Mannfrek útköll gerðu slökkviliði erfitt fyrir í tveimur útköllum sem urðu með mínútu millibili í gærkvöldi en mildi þykir að enginn hafi slasast þegar mikil eldur kom upp í íbúðarhúsi í Skerjafirði. Tilkynning barst til Neyðarlínunnar um eld í gasgrilli í Bauganesi klukkan fjóra mínútur yfir átta í gærkvöldi. Slökkviliðsmenn gerðu sig reiðubúna til þess að fara á staðinn en rétt um mínútu síðar barst önnur tilkynning um að skúta væri á hvolfi í Skerjafirði og að tveir menn væru á kili skútunnar. Köfunarteymi slökkviliðsins, sem mannað er sömu áhöfn og á dælubílnum í Skógarhlíð fór í Nauthólsvík til að athuga með skútuna, en tveir menn voru sendir á dælubíl í brunann við Bauganes, en auk þeirra var aðstoð send af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði. „Við áttum ekki von á þessu með nýja fína grillið okkar. Við grilluðum bara úti og settumst inn að borða og vorum búin að vera að því í um tíu mínútur og þá kíkjum við út og þá stendur grillið í ljósum logum,“ sagði Stefán Sigurjónsson, íbúi í húsinu. Áttuðuð þið ykkur á því að það væri ekki við neitt ráðið þegar þið sáuð hvernig var úti á svölum? „Já, það var bara bál upp í loft,“ segir Stefán. Þegar slökkviliðsmenn voru við það að slökkva eldinn í gasgrillinu blossaði upp eldur á efri hæð hússins og í millilofti undir þaki og þar reyndist talsverður eldsmatur. Þetta fór svolítið öðruvísi en fyrsta tilkynning gaf til kynna um? „Já, og það bætti í það líka kafaraútkall, þannig að það var lítill mannskapur til að byrja með. Þurftum að sækja mannskapinn lengra frá þannig að þetta tók aðeins lengri tíma,“ segir Þórir Karl Jónasson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ásamt slökkviliði tóku þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir þátt í leit að skútunni og mönnunum í Skerjafirði en fljótt var það afturkallað þar sem í ljós kom að sjóbauja hafi vilt tilkynnanda sýn. Á meðan var búið að kalla út allt tiltækt slökkvilið að Bauganesi þar sem eldur þar var orðinn mjög mikill. „Við tölum okkur vera búna en þá hefur greinilega komist eldur upp á milliloftið sem við vissum ekki um þannig að reykkafarar áttu erfitt með að athafna sig þar þannig að við urðum að vinna þetta allt utan frá. Rífa þakið utan frá,“ segir Þórir.Tvö mannfrek útköll, þetta er ekki gott?„Já mannfrek útköll og búið að hringja út aukamannskap til þess að sinna sjúkraflutningum, þeir hætta ekkert á meðan,“ segir Þórir.
Tengdar fréttir Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Eldur kviknaði í sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi. Íbúum hússins var verulega brugðið. 30. júní 2017 14:19 Telja að skútu hafi hvolft með tveimur innanborðs Mikill viðbúnaður. 29. júní 2017 20:48 Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18 Ekki talið að skútu hafi hvolft í Skerjafirði Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu telur að um misskilning hafi verið að ræða. 30. júní 2017 12:59 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Mikið tjón eftir brunann í Skerjafirði: „Það var bara bál upp í loft“ Eldur kviknaði í sambýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði í gærkvöldi. Íbúum hússins var verulega brugðið. 30. júní 2017 14:19
Eldsvoði í Skerjafirði Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. 29. júní 2017 20:18
Ekki talið að skútu hafi hvolft í Skerjafirði Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu telur að um misskilning hafi verið að ræða. 30. júní 2017 12:59