Innlent

Tæpum 100 milljónum króna úthlutað í styrki úr Jafnréttissjóði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Verkefni Guðrúnar Ingólfsdóttur bókmenntafræðings hlaut hæstan styrk, eða 9,5 milljónir króna.
Verkefni Guðrúnar Ingólfsdóttur bókmenntafræðings hlaut hæstan styrk, eða 9,5 milljónir króna. Vísir/Anton Brink
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismála, úthlutaði í gær tæpum 100 milljónum króna úr Jafnréttissjóði Íslands, en sjóðurinn var stofnaður árið 2015 með ályktun Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Styrkir voru veittir til 26 verkefna og rannsókna sem miðað því að efla jafnrétti kynjanna. Fjárhæðir styrkja voru frá hálfri milljón króna upp í 9,5 milljónir króna til þess verkefnis sem hlaut hæsta styrkinn.

Verkefni Guðrúnar Ingólfsdóttur um sjálfsmynd 19. aldar skáldkvenna og glímuna við hefðina hlaut 9,5 milljónir króna og hæsta styrkinn.

Verkefni Berglindar Rósar Magnúsdóttur um virkni, val og skyldur foreldra á íslenskum menntavegi: Samspil kyns og félagsstöðu, sem hlaut 9,0 milljónir króna og næsthæsta styrkinn.

Þriðja hæsta styrkinn hlaut verkefni Írisar Ellenberger; Huldukonur: Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700 – 1960 sem hlaut 8,0 milljónir króna.

Hlutverk Jafnréttissjóðs er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Stjórn Jafnréttissjóðs annast mat á umsóknum um styrki í samræmi við reglur sjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×