Lagt til að kennitöluflakkarar verði settir í atvinnurekstrarbann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2017 19:09 Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband íslands kynntu í dag sameiginlegar tillögur sem ætlaðar eru til að berjast gegn kennitöluflakki. Kennitöluflakk er þegar félag hættir starfsemi eftir gjaldþrot en rekstur heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu til að komast undan lagalegum skuldbindingum. Ætla má að tjón vegna kennitöluflakks hlaupi á milljörðum króna á hverju ári. Samkvæmt ástralskri rannsókn ber ríkissjóður þriðjung tjónsins, starfsmenn 11 prósent en önnur fyrirtæki 55 prósent. Íslensk rannsókn frá árinu 2005 sýnir að 73% íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir tjóni vegna kennitöluflakks. „Við erum að stíga sameinuð fram til að berjast gegn þessari meinsemd í samfélaginu. Við viljum að íslenskt lagaumhverfi verið uppfært og geri svipaðar breytingar og gerðar voru á Norðurlöndunum og víðs vegar í Vestur-Evrópu á 10. áratug síðustu aldar. Leikreglur á Íslandi eiga að vera sambærilegar við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lagt er til að ríkisskattstjóri geti úrskurðað kennitöluflakkara í atvinnurekstrarbann - að þeim verði bannað að eiga og reka hluta- og einkahlutafélög í allt að þrjú ár. Á árunum 2008 til 2015 komu 202 framkvæmdastjórar við sögu í þremur eða fleiri gjaldþrotum á Ísland og 481 stjórnarmenn. Alþýðusambandið hefur lengi barist fyrir málinu en ekki hefur áður náð samstaða um tillögur þeirra. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bendir á tillögur frá árinu 2011 sem fengu ekki framgang. En nú stíga atvinnurekendur og launamenn saman fram. „Ég vænti þess að nú verði auðveldara að eiga við stjórnvöld, þar sem það er búið að slípa kantana af þessu," segir Gylfi. Halldór tekur undir orð hans. „Næsta skref verður stigið af löggjafanum. Þar liggur boltinn. Ég tel okkur hafa lagt sannfærandi rök fram og SA mun ekki láta sitt eftir liggja til að þetta mál geti orðið að lögum á þingi.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband íslands kynntu í dag sameiginlegar tillögur sem ætlaðar eru til að berjast gegn kennitöluflakki. Kennitöluflakk er þegar félag hættir starfsemi eftir gjaldþrot en rekstur heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu til að komast undan lagalegum skuldbindingum. Ætla má að tjón vegna kennitöluflakks hlaupi á milljörðum króna á hverju ári. Samkvæmt ástralskri rannsókn ber ríkissjóður þriðjung tjónsins, starfsmenn 11 prósent en önnur fyrirtæki 55 prósent. Íslensk rannsókn frá árinu 2005 sýnir að 73% íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir tjóni vegna kennitöluflakks. „Við erum að stíga sameinuð fram til að berjast gegn þessari meinsemd í samfélaginu. Við viljum að íslenskt lagaumhverfi verið uppfært og geri svipaðar breytingar og gerðar voru á Norðurlöndunum og víðs vegar í Vestur-Evrópu á 10. áratug síðustu aldar. Leikreglur á Íslandi eiga að vera sambærilegar við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lagt er til að ríkisskattstjóri geti úrskurðað kennitöluflakkara í atvinnurekstrarbann - að þeim verði bannað að eiga og reka hluta- og einkahlutafélög í allt að þrjú ár. Á árunum 2008 til 2015 komu 202 framkvæmdastjórar við sögu í þremur eða fleiri gjaldþrotum á Ísland og 481 stjórnarmenn. Alþýðusambandið hefur lengi barist fyrir málinu en ekki hefur áður náð samstaða um tillögur þeirra. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bendir á tillögur frá árinu 2011 sem fengu ekki framgang. En nú stíga atvinnurekendur og launamenn saman fram. „Ég vænti þess að nú verði auðveldara að eiga við stjórnvöld, þar sem það er búið að slípa kantana af þessu," segir Gylfi. Halldór tekur undir orð hans. „Næsta skref verður stigið af löggjafanum. Þar liggur boltinn. Ég tel okkur hafa lagt sannfærandi rök fram og SA mun ekki láta sitt eftir liggja til að þetta mál geti orðið að lögum á þingi.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira