Ekki spurning um hvort heldur hvenær parísarhjól rís í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:45 Marta hefur nú augastað á Laugardalnum og segir hann vænlegustu staðsetninguna fyrir hjólið. Vísir Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels