Ekki spurning um hvort heldur hvenær parísarhjól rís í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:45 Marta hefur nú augastað á Laugardalnum og segir hann vænlegustu staðsetninguna fyrir hjólið. Vísir Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira
Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira