Innlent

Kona slasaðist við Seljavallalaug

Frá Seljavallalaug.
Frá Seljavallalaug. Mynd/Páll Andrésson

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vík og Hvolsvelli fóru í nótt að Seljavallalaug undir Eyjafjöllum eftir að tilkynnt var um að ung kona hafi þar runnið í fjallshlíð og slasað sig á fæti allnokkuð frá vegi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að tveir hópar björgunarmanna hafi farið á vettvang en bera þurfti konuna allnokkra vegalengd svo og vaða yfir á áður en hægt var að komast að sjúkrabíl.

Það tókst um þrjúleytið í nótt og var henni þá ekið á sjúkrahús til aðhlynningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.