Lífið

Tóku ábreiðu á lagi ábreiðumeistarans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Loksins tók einhver ábreiðu á lagi Daða Freys.
Loksins tók einhver ábreiðu á lagi Daða Freys.
Stórsöngvarinn Sverrir Bergmann og hljómsveitin hans Albatross eru búnir að vera í Hlégarði undanfarnar vikur við upptökur á frábærum ábreiðum.

Á dögunum tóku strákarnir lagið sem Daði Freyr sló í gegn með í undankeppni Eurovision í vetur.

Sverrir Bergmann og Albatross koma fram á þjóðhátíð í Eyjum á sunnudagskvöldinu og því vel við hæfi að hækka vel í botn og hita upp fyrir Verslunarmannahelgina. 

Hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu ábreiðu en Daði Freyr hefur verið mikið í því að taka ábreiður af þekktum lögum úr íslenskri tónlistarsögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×