Tómas segir Guðna Th. vera í toppformi Guðný Hrönn skrifar 14. júní 2017 09:30 Tómas, Guðni og Brynhildur henti í eina "selfie“ á leiðinni niður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, komst á topp Hvannadalshnúks, hæsta tind landsins, á mánudaginn í góðra vina hópi. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, var í hópnum en hann hefur í gegnum tíðina starfað sem fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands samhliða skurðlækningunum. Tómas segir Guðna lengi hafa sýnt því áhuga að fara í alvöru fjallgöngu. „Þetta hefur staðið til lengi, að fara með Guðna í alvöru fjallaferð. Hann hefur fært þetta í tal við mig oft síðan hann varð forseti, og þá ekki síst að hann vilji komast á þessa hærri toppa landsins. Og núna fundum við smá glugga til að fara og við vorum ekkert að tvínóna við það. Við ákváðum að taka hæsta tindinn sem hann hefur aldrei komið á,“ útskýrir Tómas. Hann segir Guðna hafa staðið sig vel í göngunni.„Hann er mikill íþróttamaður og er í góðu formi en hann hefur ekki verið mikið í fjallgöngum, og hvað þá á fjallagönguskíðum.“ „En hann hleypur og hjólar og maður sér það alveg á honum að hann er mjög hraustur. Ég held að Íslendingar geti verið mjög stoltir af því að eiga svona fitt forseta. Það eru ekkert allir forsetar sem færu þetta,“ segir Tómas og leggur áherslu á að ferðin hafi verið krefjandi. Með þeim Guðna og Tómasi í ferðinni voru meðal annars hjónin Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir. „Þau eiga heiðurinn af því að fínpússa og skipuleggja ferðina. Og þau fengu svo mig og Pál Ásgeir Ásgeirsson til að fara með, og við erum öll vant fjallafólk.“ Stemningin í ferðinni var afar skemmtileg að sögn Tómasar. „Þetta var allt á léttum nótum. Og það besta við þetta er að við Róbert höfum komið hingað upp óteljandi sinnum en við höfum aldrei fengið svona gott veður. Ég var bara á stuttermabolnum. Þannig að Guðni var mjög heppinn. Hann heldur kannski að þetta sé alltaf svona, en það er það ekki,“ segir Tómas hlær. „Það hefur allt gengið að óskum, nú erum við komin langleiðina niður,“ sagði Tómas þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Við eigum eftir að fara yfir jökul sem er dálítið sprunginn en öryggið er fyrir öllu. Brynhildur og Róbert hafa passað alveg rosalega vel upp á öll öryggisatriði.“ Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, komst á topp Hvannadalshnúks, hæsta tind landsins, á mánudaginn í góðra vina hópi. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, var í hópnum en hann hefur í gegnum tíðina starfað sem fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands samhliða skurðlækningunum. Tómas segir Guðna lengi hafa sýnt því áhuga að fara í alvöru fjallgöngu. „Þetta hefur staðið til lengi, að fara með Guðna í alvöru fjallaferð. Hann hefur fært þetta í tal við mig oft síðan hann varð forseti, og þá ekki síst að hann vilji komast á þessa hærri toppa landsins. Og núna fundum við smá glugga til að fara og við vorum ekkert að tvínóna við það. Við ákváðum að taka hæsta tindinn sem hann hefur aldrei komið á,“ útskýrir Tómas. Hann segir Guðna hafa staðið sig vel í göngunni.„Hann er mikill íþróttamaður og er í góðu formi en hann hefur ekki verið mikið í fjallgöngum, og hvað þá á fjallagönguskíðum.“ „En hann hleypur og hjólar og maður sér það alveg á honum að hann er mjög hraustur. Ég held að Íslendingar geti verið mjög stoltir af því að eiga svona fitt forseta. Það eru ekkert allir forsetar sem færu þetta,“ segir Tómas og leggur áherslu á að ferðin hafi verið krefjandi. Með þeim Guðna og Tómasi í ferðinni voru meðal annars hjónin Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir. „Þau eiga heiðurinn af því að fínpússa og skipuleggja ferðina. Og þau fengu svo mig og Pál Ásgeir Ásgeirsson til að fara með, og við erum öll vant fjallafólk.“ Stemningin í ferðinni var afar skemmtileg að sögn Tómasar. „Þetta var allt á léttum nótum. Og það besta við þetta er að við Róbert höfum komið hingað upp óteljandi sinnum en við höfum aldrei fengið svona gott veður. Ég var bara á stuttermabolnum. Þannig að Guðni var mjög heppinn. Hann heldur kannski að þetta sé alltaf svona, en það er það ekki,“ segir Tómas hlær. „Það hefur allt gengið að óskum, nú erum við komin langleiðina niður,“ sagði Tómas þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Við eigum eftir að fara yfir jökul sem er dálítið sprunginn en öryggið er fyrir öllu. Brynhildur og Róbert hafa passað alveg rosalega vel upp á öll öryggisatriði.“
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira