Lilja Alfreðsdóttir: „Mér líður vel með hvernig ég greiddi atkvæði“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 1. júní 2017 19:48 Lilja segir að þau í Framsókn hafi verið samkæm sjálfum sér. Vísir/Stefán Allir þingmenn Framsóknarflokksins sammæltust um að greiða ekki atkvæði í kosningu um dómara í Landsrétti. Atkvæðagreiðslan átti sér stað fyrr í kvöld og var tillagan samþykkt. Framsókn hafði þó kosið með frávísunartillögu stjórnarandstöðunnar sem fól í sér að málinu yrði vísað frá. Vísir hafði samband við Lilju Alfreðsdóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmann flokksins og spurði hana út í þessa niðurstöðu flokksins. „Við gerum athugasemd við það að ráðherra þurfti meira tíma í heildstæðan rökstuðning fyrir hverjum og einum einstakling. Við efumst ekki um að ráðherrann hafi þessa heimild til að koma með breytingar á listanum. Ég geri ekki athugasemd við það að hún hafi viljað fá meiri dómarareynslu inn í þetta en þá þarf hún að rökstyðja sitt mat í ljósi þess með tilliti til allra umsækjenda en ekki bara þessara fjóra. Ég hef talað fyrir því að allt málið hefði þurft meiri tíma. Þess vegna get ég ekki sagt nei heldur. Ég hefði viljað kalla þing saman aftur eftir tíu daga eða tvær vikur og klára þetta á einum degi. Þá hefðu allir getað skoðað þetta. Þetta er mjög stórt mál og mér lá ekkert á að fara í sumarfrí,“ segir Lilja. Lilja staðfestir að þingmenn Framsóknarflokksins hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að best væri að greiða ekki atkvæði. „Þegar við vorum búin að skoða röksemdarfærsluna, hvort við ættum að vera á nei-inu eða að greiða ekki atkvæði með, þá fannst okkur rökrétt að ef við hefðum ekki nægilega upplýsingar til að segja já þá hefðum við heldur ekki nægilegar upplýsingar eða tíma til að segja nei,“segir Lilja Aðspurð hvort að minnihlutinn hafi vitað hver afstaða þeirra var svarar Lilja að þau hafi talað saman fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún segir það sér ekki vera kunnugt hvort að það hafi komið minnihlutanum á óvart að þau hafi ákveðið að greiða ekki atkvæði en nefnir þó að hún telji ekki að bil hafi nú myndast milli stjórnarandstöðuflokkanna. Þau hafi verið sjálfum sér samkvæm og fært rök fyrir þessu. „Mér líður vel með hvernig ég greiddi atkvæði,“ svarar Lilja að lokum. Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni. 1. júní 2017 18:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Allir þingmenn Framsóknarflokksins sammæltust um að greiða ekki atkvæði í kosningu um dómara í Landsrétti. Atkvæðagreiðslan átti sér stað fyrr í kvöld og var tillagan samþykkt. Framsókn hafði þó kosið með frávísunartillögu stjórnarandstöðunnar sem fól í sér að málinu yrði vísað frá. Vísir hafði samband við Lilju Alfreðsdóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmann flokksins og spurði hana út í þessa niðurstöðu flokksins. „Við gerum athugasemd við það að ráðherra þurfti meira tíma í heildstæðan rökstuðning fyrir hverjum og einum einstakling. Við efumst ekki um að ráðherrann hafi þessa heimild til að koma með breytingar á listanum. Ég geri ekki athugasemd við það að hún hafi viljað fá meiri dómarareynslu inn í þetta en þá þarf hún að rökstyðja sitt mat í ljósi þess með tilliti til allra umsækjenda en ekki bara þessara fjóra. Ég hef talað fyrir því að allt málið hefði þurft meiri tíma. Þess vegna get ég ekki sagt nei heldur. Ég hefði viljað kalla þing saman aftur eftir tíu daga eða tvær vikur og klára þetta á einum degi. Þá hefðu allir getað skoðað þetta. Þetta er mjög stórt mál og mér lá ekkert á að fara í sumarfrí,“ segir Lilja. Lilja staðfestir að þingmenn Framsóknarflokksins hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að best væri að greiða ekki atkvæði. „Þegar við vorum búin að skoða röksemdarfærsluna, hvort við ættum að vera á nei-inu eða að greiða ekki atkvæði með, þá fannst okkur rökrétt að ef við hefðum ekki nægilega upplýsingar til að segja já þá hefðum við heldur ekki nægilegar upplýsingar eða tíma til að segja nei,“segir Lilja Aðspurð hvort að minnihlutinn hafi vitað hver afstaða þeirra var svarar Lilja að þau hafi talað saman fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún segir það sér ekki vera kunnugt hvort að það hafi komið minnihlutanum á óvart að þau hafi ákveðið að greiða ekki atkvæði en nefnir þó að hún telji ekki að bil hafi nú myndast milli stjórnarandstöðuflokkanna. Þau hafi verið sjálfum sér samkvæm og fært rök fyrir þessu. „Mér líður vel með hvernig ég greiddi atkvæði,“ svarar Lilja að lokum.
Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni. 1. júní 2017 18:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53
Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51
Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51
Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni. 1. júní 2017 18:45