Saknar herminjasafns sem ráðherrar lofuðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Stúlka á kerru í skrúðgöngu á Keflavíkurflugvelli í tilefni 200 ára afmælis bandarísku byltingarinnar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Loftur Ásgeirsson „Það er dapurleg niðurstaða að ekki skuli hafa tekist að byggja hér upp herminjasafn eins og lofað var,“ segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Minjar um veru Bandaríkjahers á Íslandi komust í brennidepil á dögunum með frétt í Fréttablaðinu um Phantom-orrustuþotu sem herinn skildi eftir hér á landi í umsjá Byggðasafns Reykjanesbæjar. Voru þar harðlega gagnrýnd áform Keilis um að setja þotuna upp fyrir utan flugskóla fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Phantom-þotan hefur verið geymd í skýli á vallarsvæðinu frá því herinn fór. Keilir hyggst gera þotuna upp og halda henni við samkvæmt samningi við Reykjanesbæ og flugherssafn Bandaríkjanna sem á gripinn. Gagnrýnendur telja tæringu munu granda vélinni verði hún ekki geymd innandyra eins og til stóð með því að hún yrði krúnudjásn í áformuðu herminjasafni á vallarsvæðinu.Fögur fyrirheit voru gefin um hersetusafn er ráðherrar úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur funduðu í Víkingaheimum árið 2010.vísir/vilhelmSigrún rifjar upp að þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi oddvitar ríkisstjórnarinnar, og fleiri ráðherrar heimsóttu Víkingaheima í Reykjanesbæ í nóvember 2010 þegar atvinnuleysi þar var það mesta á landinu. „Það var ákveðið að leggja í þetta peninga og setja af stað hugmyndavinnu en síðan gerðist ekkert. Ég hef aldrei fengið neinar skýringar á því af hverju þetta bara koðnaði niður og hvarf,“ segir Sigrún. Það sé afar svekkjandi. „Þetta er mjög merkileg saga sem snertir marga og hefði mátt leggja svolítinn pening í og gera vel við. Þetta snýst ekki bara um vopn og slíkt heldur líka muni sem tengjast dvöl þeirra hér, eitt og annað sem við köllum Kanalegt.“ Sigrún segir að Byggðasafnið hafi sjálft enga burði til að annast Phantom-þotuna sem nú sé í skýli sem Landhelgisgæslan ráði yfir á Keflavíkurflugvelli. Óvíst sé hversu lengi Gæslan geti skotið skjólshúsi yfir flugvélina. Hugmyndin hafi alltaf verið sú að hún yrði hluti af herminjasafni sem myndi rísa í tengslum við Keflavíkurflugvöll. „Hvað eigum við að gera við þessa þotu? Við höfum ekkert húsnæði undir hana. Þeir hjá Keili lofa hins vegar því að þeir muni sjá um allt viðhald á vélinni sem þörf er á nú þegar og tryggja varðveislu hennar. Til þess þarf sérhæfða vinnu flugvirkja sem hafa ákveðna þekkingu og menntun sem við höfum engar forsendur til að ráða,“ segir safnstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
„Það er dapurleg niðurstaða að ekki skuli hafa tekist að byggja hér upp herminjasafn eins og lofað var,“ segir Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Minjar um veru Bandaríkjahers á Íslandi komust í brennidepil á dögunum með frétt í Fréttablaðinu um Phantom-orrustuþotu sem herinn skildi eftir hér á landi í umsjá Byggðasafns Reykjanesbæjar. Voru þar harðlega gagnrýnd áform Keilis um að setja þotuna upp fyrir utan flugskóla fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Phantom-þotan hefur verið geymd í skýli á vallarsvæðinu frá því herinn fór. Keilir hyggst gera þotuna upp og halda henni við samkvæmt samningi við Reykjanesbæ og flugherssafn Bandaríkjanna sem á gripinn. Gagnrýnendur telja tæringu munu granda vélinni verði hún ekki geymd innandyra eins og til stóð með því að hún yrði krúnudjásn í áformuðu herminjasafni á vallarsvæðinu.Fögur fyrirheit voru gefin um hersetusafn er ráðherrar úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur funduðu í Víkingaheimum árið 2010.vísir/vilhelmSigrún rifjar upp að þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi oddvitar ríkisstjórnarinnar, og fleiri ráðherrar heimsóttu Víkingaheima í Reykjanesbæ í nóvember 2010 þegar atvinnuleysi þar var það mesta á landinu. „Það var ákveðið að leggja í þetta peninga og setja af stað hugmyndavinnu en síðan gerðist ekkert. Ég hef aldrei fengið neinar skýringar á því af hverju þetta bara koðnaði niður og hvarf,“ segir Sigrún. Það sé afar svekkjandi. „Þetta er mjög merkileg saga sem snertir marga og hefði mátt leggja svolítinn pening í og gera vel við. Þetta snýst ekki bara um vopn og slíkt heldur líka muni sem tengjast dvöl þeirra hér, eitt og annað sem við köllum Kanalegt.“ Sigrún segir að Byggðasafnið hafi sjálft enga burði til að annast Phantom-þotuna sem nú sé í skýli sem Landhelgisgæslan ráði yfir á Keflavíkurflugvelli. Óvíst sé hversu lengi Gæslan geti skotið skjólshúsi yfir flugvélina. Hugmyndin hafi alltaf verið sú að hún yrði hluti af herminjasafni sem myndi rísa í tengslum við Keflavíkurflugvöll. „Hvað eigum við að gera við þessa þotu? Við höfum ekkert húsnæði undir hana. Þeir hjá Keili lofa hins vegar því að þeir muni sjá um allt viðhald á vélinni sem þörf er á nú þegar og tryggja varðveislu hennar. Til þess þarf sérhæfða vinnu flugvirkja sem hafa ákveðna þekkingu og menntun sem við höfum engar forsendur til að ráða,“ segir safnstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira