McEnroe gagnrýnir Djokovic: Hann bara gafst upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:45 Novak Djokovic Vísir/Getty Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan. Tennis Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira
Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan.
Tennis Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira