„Fullt af lesbíum í tennis“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 10:00 Presturinn er ekki ánægð með lesbíurnar. vísir/getty Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court. Tennis Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Sjá meira
Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court.
Tennis Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Sjá meira