Ólína: Steingrímur gekk á bak orða sinna og klúðraði sjávarútvegsmálunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 10:40 Ólína Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir Steingrím J. Sigfússon, fjármála- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa gengið á bak orða sinna um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi lofað, í vitna viðurvist, að stefna að innköllun aflaheimilda og bjóða þær út á opnum markaði en degi síðar horfið frá þeim áforum. Í kjölfarið hafi málið „fokkast upp,“ eins og Ólína orðar það. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólínu í héraðsblaðinu Vesturlandi sem kom út í vikunni. Þar lítur hún um öxl og gerir upp þátttöku sína í stjórnmálum en Ólína var stjórnarliði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009-2013. Hún segir að stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafi tekið að sér alltof stórt verkefni, að endurreisa íslenskt efnahagslíf eftir hrun bankanna árið 2008. „Hreinsunarstarfið fór mjög illa með flokkinn,“ segir Ólína og vísar til fylgishruns Samfylkingarinnar. Þá hafi breytingar á þremur stórum málaflokkum sem flokkurinn vann að á hrunárunum; Evrópu- sjávarútvegs og stjórnarskrármálin, einnig runnið út í sandinn sem drógu úr trúðverðugleika flokksins. Hún furðar sig á því af hverju hinn stjórnarflokkurinn hafi ekki hlotið sambærilega útreið. „VG hélt nú til dæmis utan um sjávarútvegsmálin og klúðraði þeim. Fór mjög illa að ráði sínu og lempaðist að lokum á það að gera engar breytingar á sjálfu kerfinu heldur fara út í að setja veiðileyfagjöld í staðinn,“ segir Ólína. Hún segist sannfærð um að ráðlegra hefði verið að innkalla hluta aflaheimilda, eins og hún hafi sjálf barist fyrir, en hún sat m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og atvinnuveganefnd. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi heitið því að fara þá leið - en gengð á bak orða sinna degi síðar. „Þetta var það sem ég lagði til sem síðustu nauðvörn í þessum málum á þeim tíma sem til stóð að gera breytingar á kvótakerfinu. Steingrímur var búinn að lofa mér að gera þetta. Það gerði hann í vitna viðurviðst inni á þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Daginn eftir stóð það ekki lengur. Það hefur einhver heimsótt hann í millitíðinni. Eftir þetta fokkaðist málið allt upp. Það var farin sú leið að setja einungis á veiðigjöld sem auðvitað fela ekki í sér neina kerfisbreytingu. Svo þegar ný ríkisstjórn tók við þá var það fyrsta sem hún gerði að lækka þau. Þetta leiddi í ljós að hagsmunaaðilarnir og útgerðin á sína fulltrúa á þingi og í öllum stjórnmálaflokkum“ segir Ólína í viðtalinu sem nálgast má hér. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir Steingrím J. Sigfússon, fjármála- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa gengið á bak orða sinna um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi lofað, í vitna viðurvist, að stefna að innköllun aflaheimilda og bjóða þær út á opnum markaði en degi síðar horfið frá þeim áforum. Í kjölfarið hafi málið „fokkast upp,“ eins og Ólína orðar það. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólínu í héraðsblaðinu Vesturlandi sem kom út í vikunni. Þar lítur hún um öxl og gerir upp þátttöku sína í stjórnmálum en Ólína var stjórnarliði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009-2013. Hún segir að stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafi tekið að sér alltof stórt verkefni, að endurreisa íslenskt efnahagslíf eftir hrun bankanna árið 2008. „Hreinsunarstarfið fór mjög illa með flokkinn,“ segir Ólína og vísar til fylgishruns Samfylkingarinnar. Þá hafi breytingar á þremur stórum málaflokkum sem flokkurinn vann að á hrunárunum; Evrópu- sjávarútvegs og stjórnarskrármálin, einnig runnið út í sandinn sem drógu úr trúðverðugleika flokksins. Hún furðar sig á því af hverju hinn stjórnarflokkurinn hafi ekki hlotið sambærilega útreið. „VG hélt nú til dæmis utan um sjávarútvegsmálin og klúðraði þeim. Fór mjög illa að ráði sínu og lempaðist að lokum á það að gera engar breytingar á sjálfu kerfinu heldur fara út í að setja veiðileyfagjöld í staðinn,“ segir Ólína. Hún segist sannfærð um að ráðlegra hefði verið að innkalla hluta aflaheimilda, eins og hún hafi sjálf barist fyrir, en hún sat m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og atvinnuveganefnd. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi heitið því að fara þá leið - en gengð á bak orða sinna degi síðar. „Þetta var það sem ég lagði til sem síðustu nauðvörn í þessum málum á þeim tíma sem til stóð að gera breytingar á kvótakerfinu. Steingrímur var búinn að lofa mér að gera þetta. Það gerði hann í vitna viðurviðst inni á þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Daginn eftir stóð það ekki lengur. Það hefur einhver heimsótt hann í millitíðinni. Eftir þetta fokkaðist málið allt upp. Það var farin sú leið að setja einungis á veiðigjöld sem auðvitað fela ekki í sér neina kerfisbreytingu. Svo þegar ný ríkisstjórn tók við þá var það fyrsta sem hún gerði að lækka þau. Þetta leiddi í ljós að hagsmunaaðilarnir og útgerðin á sína fulltrúa á þingi og í öllum stjórnmálaflokkum“ segir Ólína í viðtalinu sem nálgast má hér.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira