Enginn saknaði bréfa sem hyskinn póstburðarmaður geymdi í bíl Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. „Þessi starfsmaður mun ekki bera út fyrir Póstinn framar,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, um mál bréfbera sem uppvís varð að því að bera ekki út allar þær sendingar sem honum bar. Íbúar á Seltjarnarnesi og útburðarhverfum með póstnúmerin 107 og 108 í Reykjavík hafa undanfarna daga sumir fengið í hendurnar gamlan póst sem að einhverju leyti átti jafnvel að bera út í janúar þótt megnið sé nýlegra. Með fylgir afsökunarbeiðni frá Póstinum og sú skýring að starfsmaður fyrirtækisins hafi brugðist skyldum sínum. „Það kom ábending til okkar og í kjölfarið fannst töluvert magn af póstsendingum og bréfum í bíl um helgina,“ útskýrir Brynjar hvernig málið uppgötvaðist. Langmest af póstinum sem fannst var svokallaður fjölpóstur. Málið komst ekki upp fyrr þar sem Póstinum höfðu ekki borist athugasemdir frá viðtakendum sem söknuðu bréfa að sögn Brynjars. Hann biðlar til viðskiptavina um að koma með ábendingar telji þeir útburði ábótavant. Það sé áhrifaríkasta leiðin til að fylgjast með því að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig. Aðspurður segir Brynjar um að ræða starfsmann sem hafi áður unnið hjá Póstinum og hafið þar störf að nýju í haust. Hann vill ekki gefa upp hvaða skýringar viðkomandi gaf á hegðun sinni. „En allar skýringar eru algerlega óásættanlegar í þessari stöðu,“ ítrekar hann og upplýsir að starfsmaðurinn hafi verið kærður til lögreglu eins og venja sé í sambærilegum tilvikum. Að sögn Brynjars ættu síðustu bréfin úr týnda póstinum að skila sér til viðtakenda í dag. Pósturinn telji að engar sendingar hafi glatast. „En við getum auðvitað ekki verið hundrað prósent viss því þessi póstur er í eðli sínu órekjanlegur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Þessi starfsmaður mun ekki bera út fyrir Póstinn framar,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, um mál bréfbera sem uppvís varð að því að bera ekki út allar þær sendingar sem honum bar. Íbúar á Seltjarnarnesi og útburðarhverfum með póstnúmerin 107 og 108 í Reykjavík hafa undanfarna daga sumir fengið í hendurnar gamlan póst sem að einhverju leyti átti jafnvel að bera út í janúar þótt megnið sé nýlegra. Með fylgir afsökunarbeiðni frá Póstinum og sú skýring að starfsmaður fyrirtækisins hafi brugðist skyldum sínum. „Það kom ábending til okkar og í kjölfarið fannst töluvert magn af póstsendingum og bréfum í bíl um helgina,“ útskýrir Brynjar hvernig málið uppgötvaðist. Langmest af póstinum sem fannst var svokallaður fjölpóstur. Málið komst ekki upp fyrr þar sem Póstinum höfðu ekki borist athugasemdir frá viðtakendum sem söknuðu bréfa að sögn Brynjars. Hann biðlar til viðskiptavina um að koma með ábendingar telji þeir útburði ábótavant. Það sé áhrifaríkasta leiðin til að fylgjast með því að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig. Aðspurður segir Brynjar um að ræða starfsmann sem hafi áður unnið hjá Póstinum og hafið þar störf að nýju í haust. Hann vill ekki gefa upp hvaða skýringar viðkomandi gaf á hegðun sinni. „En allar skýringar eru algerlega óásættanlegar í þessari stöðu,“ ítrekar hann og upplýsir að starfsmaðurinn hafi verið kærður til lögreglu eins og venja sé í sambærilegum tilvikum. Að sögn Brynjars ættu síðustu bréfin úr týnda póstinum að skila sér til viðtakenda í dag. Pósturinn telji að engar sendingar hafi glatast. „En við getum auðvitað ekki verið hundrað prósent viss því þessi póstur er í eðli sínu órekjanlegur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira