„Nei ég er ekki að fara í borgina“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. maí 2017 10:32 Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. Vísir/Daníel „Nei ég er ekki að fara í borgina. Ég er auðvitað í Norðausturkjördæmi og margt eftir ógert þar en líka á landsvísu og miklar breytingar fram undan, mjög miklar breytingar fram undan í íslenskri pólitík almennt og mjög stór tækifæri sem er gríðarlega mikilvægt að menn nýti og geri það rétt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Rætt var við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Fréttablaðið greindi frá því í gær að áhrifamenn innan Framsóknarflokksins hafi hvatt Sigmund Davíð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningum í mái á næsta ári. „Það er nú kannski ekkert skrítið að menn séu farnir að velta fyrir sér borgarmálunum því að þar er sannarlega af ýmsu að taka og veitir ekki af, að mínu mati minnsta kosti, að gera heilmiklar breytingar. Ég hef nú tjáð mig um eitt og annað varðandi borgarmálin. En það er ekki þar með sagt að það sé búið að klára allt sem þurfi að laga í landsmálunum,“ segir Sigmundur. „Það er reyndar rétt að ýmsir sem láta borgarmálin sér miklu varða, ekki hvað síst í flokknum, hafa viðrað þessar hugmyndir og auðvitað þykir manni vænt um það að þeir sem að vilja fá mann í borgarmálin tali um það við mann. En svo eru kannski hinir líka sem vilja losna við mann úr landsmálunum og manni þykir ekki alveg jafn vænt um það. Aðalatriðið er nú þetta að það eru líka gríðarlega stór mál fram undan í landsmálunum sem ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í og miklar skoðanir á hvernig þurfi að gera svoleiðis að ég ætla að halda mig við þann vettvang.“Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.Verulegar breytingar á næsta kjörtímabili „það blasir auðvitað við fólki að skipulag allra hluta, hvort sem það eru skipulagsmálin eða hvernig borgin er rekin í samgöngumálum, í viðhaldi gatna og annarra mannvirkja, sorphirða, allt sem að almenningur líti á sem helstu hlutverk borgaryfirvalda, hefur verið í hálfgerðum ólestri,“ segir Sigmundur. „Stjórnarandstaðan í borginni hefur verið tiltölulega mild við meirihlutann, nema framsókn og flugvallarvinir sem hafa haldið uppi heilmikilli andspyrnu. Ég heyri ekki annað en að það sé mjög mikill vilji til að sjá verulegar breytingar í borginni á næsta kjörtímabili.“ Aðspurður hvort að það grói um heilt í Framsóknarflokknum segir Sigmundur að svo sé ekki. Hann vilji þó ræða þau mál við flokksmenn innan flokksins áður en hann geri það opinberlega. Hann segir að grundvallarbreytingar séu á stjórnmálum um heim allan um þessar mundir. „Gamla stjórnmálakerfið, stjórnmálafyrirkomulagið er að falla saman í mjög mörgum löndum. Ég er þeirrar skoðunar að það séu ýmsar ástæður fyrir þessu og að þetta séu grundvallarbreytingar þar sem ekki verði aftur snúið,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Framsóknarflokkurinn var leiðandi, að mínu leyti að minnsta kosti, leiðandi í því að innleiða breytingar hér á Íslandi og laga sig að þessu kalli tímans, á tímabilinu 2009-2016. Hann var í raun bæði elsti stjórnmálaflokkur landsins og um margt líka sá nýjasti, sá sem var að laga sig að þessum nýju aðstæðum. Svo varð töluvert bakslag með það og framsóknarflokkurinn á eftir að ákveða hvers konar flokkur hann vill verða. Hvort hann vill vera áfram Framsóknarflokkurinn 2007 árgerð, flokkurinn undir stjórn sama fólks og hvernig hann var árið 2007 eða flokkur sem ætlar áfram að vera leiðandi í því að takast á við þessar miklu grundvallarbreytingar í stjórnmálunum.“ Tengdar fréttir Hátt settir Framsóknarmenn vilja tefla Sigmundi fram í borginni Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. 1. maí 2017 05:00 Sigmundur Davíð þarf að flytja ef hann vill Reykjavík Sigmundur er með lögheimili á Hrafnabjörgum 3 á Egilsstöðum. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Nei ég er ekki að fara í borgina. Ég er auðvitað í Norðausturkjördæmi og margt eftir ógert þar en líka á landsvísu og miklar breytingar fram undan, mjög miklar breytingar fram undan í íslenskri pólitík almennt og mjög stór tækifæri sem er gríðarlega mikilvægt að menn nýti og geri það rétt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Rætt var við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Fréttablaðið greindi frá því í gær að áhrifamenn innan Framsóknarflokksins hafi hvatt Sigmund Davíð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnarkosningum í mái á næsta ári. „Það er nú kannski ekkert skrítið að menn séu farnir að velta fyrir sér borgarmálunum því að þar er sannarlega af ýmsu að taka og veitir ekki af, að mínu mati minnsta kosti, að gera heilmiklar breytingar. Ég hef nú tjáð mig um eitt og annað varðandi borgarmálin. En það er ekki þar með sagt að það sé búið að klára allt sem þurfi að laga í landsmálunum,“ segir Sigmundur. „Það er reyndar rétt að ýmsir sem láta borgarmálin sér miklu varða, ekki hvað síst í flokknum, hafa viðrað þessar hugmyndir og auðvitað þykir manni vænt um það að þeir sem að vilja fá mann í borgarmálin tali um það við mann. En svo eru kannski hinir líka sem vilja losna við mann úr landsmálunum og manni þykir ekki alveg jafn vænt um það. Aðalatriðið er nú þetta að það eru líka gríðarlega stór mál fram undan í landsmálunum sem ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í og miklar skoðanir á hvernig þurfi að gera svoleiðis að ég ætla að halda mig við þann vettvang.“Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.Verulegar breytingar á næsta kjörtímabili „það blasir auðvitað við fólki að skipulag allra hluta, hvort sem það eru skipulagsmálin eða hvernig borgin er rekin í samgöngumálum, í viðhaldi gatna og annarra mannvirkja, sorphirða, allt sem að almenningur líti á sem helstu hlutverk borgaryfirvalda, hefur verið í hálfgerðum ólestri,“ segir Sigmundur. „Stjórnarandstaðan í borginni hefur verið tiltölulega mild við meirihlutann, nema framsókn og flugvallarvinir sem hafa haldið uppi heilmikilli andspyrnu. Ég heyri ekki annað en að það sé mjög mikill vilji til að sjá verulegar breytingar í borginni á næsta kjörtímabili.“ Aðspurður hvort að það grói um heilt í Framsóknarflokknum segir Sigmundur að svo sé ekki. Hann vilji þó ræða þau mál við flokksmenn innan flokksins áður en hann geri það opinberlega. Hann segir að grundvallarbreytingar séu á stjórnmálum um heim allan um þessar mundir. „Gamla stjórnmálakerfið, stjórnmálafyrirkomulagið er að falla saman í mjög mörgum löndum. Ég er þeirrar skoðunar að það séu ýmsar ástæður fyrir þessu og að þetta séu grundvallarbreytingar þar sem ekki verði aftur snúið,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Framsóknarflokkurinn var leiðandi, að mínu leyti að minnsta kosti, leiðandi í því að innleiða breytingar hér á Íslandi og laga sig að þessu kalli tímans, á tímabilinu 2009-2016. Hann var í raun bæði elsti stjórnmálaflokkur landsins og um margt líka sá nýjasti, sá sem var að laga sig að þessum nýju aðstæðum. Svo varð töluvert bakslag með það og framsóknarflokkurinn á eftir að ákveða hvers konar flokkur hann vill verða. Hvort hann vill vera áfram Framsóknarflokkurinn 2007 árgerð, flokkurinn undir stjórn sama fólks og hvernig hann var árið 2007 eða flokkur sem ætlar áfram að vera leiðandi í því að takast á við þessar miklu grundvallarbreytingar í stjórnmálunum.“
Tengdar fréttir Hátt settir Framsóknarmenn vilja tefla Sigmundi fram í borginni Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. 1. maí 2017 05:00 Sigmundur Davíð þarf að flytja ef hann vill Reykjavík Sigmundur er með lögheimili á Hrafnabjörgum 3 á Egilsstöðum. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hátt settir Framsóknarmenn vilja tefla Sigmundi fram í borginni Alþekkt er að fyrrverandi forsætisráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur verið gagnrýninn á þróun þeirra og framkvæmdir í miðborginni. 1. maí 2017 05:00
Sigmundur Davíð þarf að flytja ef hann vill Reykjavík Sigmundur er með lögheimili á Hrafnabjörgum 3 á Egilsstöðum. 2. maí 2017 07:00