"Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2017 19:00 Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir líklegt að bærinn falist eftir rekstri Vestmannaeyjarferju þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur út. Hann segir Vegagerðina ekki skilja hversu mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að samgöngur leggist ekki af eins og gerðist í dag. Ferjan Baldur tók við áætlunarferðum Herjólfs á dögunum þar sem hið síðarnefnda er á leið í slipp til Danmerkur. Áætlað er að Baldur sigli á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja næstu þrjár vikur en ferðir ferjunnar lögðust af í dag vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Ferjan hefur einungis leyfi til siglingar til Landeyjahafnar en ekki til Þorlákshafnar. Þá var flugi einnig aflýst í dag vegna veðurs. „Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg og hreint furðulegt að einhverjum hafi látið sér detta í hug að fá skip til þjónustu við Vestmannaeyjar sem er í raun og veru jafn slæmt og jafnvel verra en núverandi Herjólfur í siglingum í Landeyjahöfn og getur síðan ekki þjónustað í Þorlákshöfn ,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði segir Vegagerðina ekki hafa skilning á því hversu áríðandi það er fyrir Vestmannaeyjar að samgöngur séu stöðugar. „Að sumu leyti er Vegagerðinni vorkunn. Rekstur á ferju passar hreinlega illa inn í þeirra hugarheim og það er ekkert sjálfgefið að fólk sem situr á skrifborðsstólum í Borgartúni geti haft innsýn í ástandið á eyju þegar að samgöngur leggjast af og það þarf að hafa það hugfast að rekstur ferju er bara allt öðruvísi en rekstur brúar eða jarðganga. Í dag er staðan einfaldlega sú að við hér í Eyjum ráðum engu um þennan þjóðveg og það gengur ekki,“ segir Elliði. Elliði segist hafa rætt málið við Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sem hefur tekið vel í að gera breytingar á rekstri ferjunnar. „Við höfum áður samið við ríkið um yfirtökum á málefnum grunnskólanna, málefnum fatlaðra. Við höfum tekið yfir heilbrigðisþjónustu við aldraðra og ýmislegt fleira og nú þurfum við bara að skoða af fullri alvöru að Vestmannaeyjabær taki við þessum málaflokki af ríkinu líka,“ segir Elliði. Elliði segir bæinn ætla falast eftir rekstri ferjunnar þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur úr gildi. „Það er líklegra en ekki að við við fölumst eftir því,“ segir Elliði. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Helgasyni hjá Vegagerðinni er líklegt að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun og næstu daga enda veðurspáin hagstæð. Hann sagði að Vegagerðin hafi um miðjan apríl óskað eftir undanþágu um að Baldur fengi að sigla til Þorlákshafnar þegar skilyrði í Landeyjahöfn eru óhagstæð. Því hafnaði Samgöngustofa. Sótt var um undanþágu öðru sinni í síðustu viku sem enn hefur ekki verið svarað. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir líklegt að bærinn falist eftir rekstri Vestmannaeyjarferju þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur út. Hann segir Vegagerðina ekki skilja hversu mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að samgöngur leggist ekki af eins og gerðist í dag. Ferjan Baldur tók við áætlunarferðum Herjólfs á dögunum þar sem hið síðarnefnda er á leið í slipp til Danmerkur. Áætlað er að Baldur sigli á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja næstu þrjár vikur en ferðir ferjunnar lögðust af í dag vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Ferjan hefur einungis leyfi til siglingar til Landeyjahafnar en ekki til Þorlákshafnar. Þá var flugi einnig aflýst í dag vegna veðurs. „Þessi staða er alveg skelfilega bagaleg og hreint furðulegt að einhverjum hafi látið sér detta í hug að fá skip til þjónustu við Vestmannaeyjar sem er í raun og veru jafn slæmt og jafnvel verra en núverandi Herjólfur í siglingum í Landeyjahöfn og getur síðan ekki þjónustað í Þorlákshöfn ,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði segir Vegagerðina ekki hafa skilning á því hversu áríðandi það er fyrir Vestmannaeyjar að samgöngur séu stöðugar. „Að sumu leyti er Vegagerðinni vorkunn. Rekstur á ferju passar hreinlega illa inn í þeirra hugarheim og það er ekkert sjálfgefið að fólk sem situr á skrifborðsstólum í Borgartúni geti haft innsýn í ástandið á eyju þegar að samgöngur leggjast af og það þarf að hafa það hugfast að rekstur ferju er bara allt öðruvísi en rekstur brúar eða jarðganga. Í dag er staðan einfaldlega sú að við hér í Eyjum ráðum engu um þennan þjóðveg og það gengur ekki,“ segir Elliði. Elliði segist hafa rætt málið við Jón Gunnarsson, samgönguráðherra sem hefur tekið vel í að gera breytingar á rekstri ferjunnar. „Við höfum áður samið við ríkið um yfirtökum á málefnum grunnskólanna, málefnum fatlaðra. Við höfum tekið yfir heilbrigðisþjónustu við aldraðra og ýmislegt fleira og nú þurfum við bara að skoða af fullri alvöru að Vestmannaeyjabær taki við þessum málaflokki af ríkinu líka,“ segir Elliði. Elliði segir bæinn ætla falast eftir rekstri ferjunnar þegar þjónustusamningur við Eimskip rennur úr gildi. „Það er líklegra en ekki að við við fölumst eftir því,“ segir Elliði. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Helgasyni hjá Vegagerðinni er líklegt að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun og næstu daga enda veðurspáin hagstæð. Hann sagði að Vegagerðin hafi um miðjan apríl óskað eftir undanþágu um að Baldur fengi að sigla til Þorlákshafnar þegar skilyrði í Landeyjahöfn eru óhagstæð. Því hafnaði Samgöngustofa. Sótt var um undanþágu öðru sinni í síðustu viku sem enn hefur ekki verið svarað.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira