Rússar segja NATO-fund á Svalbarða brot á sáttmála Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2017 18:45 Ákvörðun NATO um að halda þingmannafund á Svalbarða í næstu viku hefur vakið hörð viðbrögð Rússa. Þeir telja slíkan fund brot á Svalbarðasáttmálanum, sem bannar hernaðarumsvif á heimskautaeyjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920 er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti. Sáttmálinn viðurkennir umráðarétt Noregs yfir Svalbarða en heimilar jafnframt öðrum aðildarþjóðum sáttmálans að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu. Skýrt er þó tekið fram í sáttmálanum að Svalbarðasvæðið megi aldrei nota í hernaðarlegum tilgangi.Frá fjarskiptastöð við Longyearbyen á Svalbarða.Mynd/Bjarki Kaldalóns Friis.Ákvörðun norskra stjórnvalda að bjóða Svalbarða undir fund NATO-þingsins dagana 9. og 10. maí hefur nú aukið á spennu í samskiptum Noregs og Rússlands og hafa rússnesk stjórnvöld brugðist hart við og fordæmt fundarhaldið. Þau segja NATO-fund á Svalbarða ögrun og gegn anda Svalbarðasáttmálans og hafa jafnframt ýjað að því að forræði Noregs yfir Svalbarða sé ekki ótvírætt. Atlantshafsbandalagið ver ákvörðunina með því að NATO-þingið sé sjálfstætt og hafi enga beina aðkomu að stefnumörkun NATO né hernaðaraðgerðum þess en á fundinum á að ræða umhverfis- og efnahagsmál norðurslóða.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fulltrúi Íslands á Svalbarðafundinum verður Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en hún er varaformaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Samkvæmt upplýsingum Alþingis mun Lilja jafnframt stýra málstofu á fundinum. Einhverjir myndu telja Rússa kasta steini úr glerhúsi því löngum hefur leikið grunur á að í rússneska kolanámubænum Barentsburg á Svalbarða hafi fleira verið stundað en bara kolavinnsla. Ræðismannsskrifstofan þar þótti grunsamlega fjölmenn á kaldastríðsárunum og þyrluflugvöllur Rússa þar þótti líkari herflugvelli með flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega fjölmenn á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Ákvörðun NATO um að halda þingmannafund á Svalbarða í næstu viku hefur vakið hörð viðbrögð Rússa. Þeir telja slíkan fund brot á Svalbarðasáttmálanum, sem bannar hernaðarumsvif á heimskautaeyjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920 er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti. Sáttmálinn viðurkennir umráðarétt Noregs yfir Svalbarða en heimilar jafnframt öðrum aðildarþjóðum sáttmálans að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu. Skýrt er þó tekið fram í sáttmálanum að Svalbarðasvæðið megi aldrei nota í hernaðarlegum tilgangi.Frá fjarskiptastöð við Longyearbyen á Svalbarða.Mynd/Bjarki Kaldalóns Friis.Ákvörðun norskra stjórnvalda að bjóða Svalbarða undir fund NATO-þingsins dagana 9. og 10. maí hefur nú aukið á spennu í samskiptum Noregs og Rússlands og hafa rússnesk stjórnvöld brugðist hart við og fordæmt fundarhaldið. Þau segja NATO-fund á Svalbarða ögrun og gegn anda Svalbarðasáttmálans og hafa jafnframt ýjað að því að forræði Noregs yfir Svalbarða sé ekki ótvírætt. Atlantshafsbandalagið ver ákvörðunina með því að NATO-þingið sé sjálfstætt og hafi enga beina aðkomu að stefnumörkun NATO né hernaðaraðgerðum þess en á fundinum á að ræða umhverfis- og efnahagsmál norðurslóða.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fulltrúi Íslands á Svalbarðafundinum verður Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en hún er varaformaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Samkvæmt upplýsingum Alþingis mun Lilja jafnframt stýra málstofu á fundinum. Einhverjir myndu telja Rússa kasta steini úr glerhúsi því löngum hefur leikið grunur á að í rússneska kolanámubænum Barentsburg á Svalbarða hafi fleira verið stundað en bara kolavinnsla. Ræðismannsskrifstofan þar þótti grunsamlega fjölmenn á kaldastríðsárunum og þyrluflugvöllur Rússa þar þótti líkari herflugvelli með flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega fjölmenn á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15