Óvenju hlýtt loft yfir landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. maí 2017 08:19 Það eru eflaust margir sem hlakka til að spóka sig í sólinni á Austurvelli í sumar. Vísir/Andri Marinó Óvenju hlýr loftmassi hefur nú sest yfir landið og í gær mældist mjög hár hiti á norðaustanverðu landinu. Hæstu hitatölur sem mældust í gær voru: 22,8°C í Ásbyrgi 22,8°C í Bjarnarey 22,7°C á Húsavík. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en til að setja tölurnar í samhengi er bent á að hæsti hiti sem mældist allt íðasta sumar var 24,9°C, þann 3. Júní á Egilsstaðaflugvelli og er það einungis 2 stigum hlýrra en mældist í gær. Þá er útlit fyrir að í dag muni sunnanáttin ganga alveg niður og að áfram verði bjart og hlýtt veður. Það má reikna með að þokuloft verði með suðurströndinni og einnig með vesturströndinni í kvöld. Áfram er útlit fyrir rólegt veður á landinu næstu daga. Ský og þokuloft verða algengari um helgina og þá dregur úr hita. „Því miður virðist sem sumarið sé ekki komið til að vera, því langtímaspár gera ráð fyrir að þessum góðviðriskafla ljúki með kaldri norðanátt kringum miðja næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Hægviðri, léttskýjað og hiti 13 til 19 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og hiti 6 til 9 stig.Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og þokuloft með norður- og austurströndinni og hiti 5 til 8 stig. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, einkum í uppsveitum, með hita að 18 stigum.Á sunnudag: Hæg breytileg átt. Skýjað um landið sunnanvert og hiti 6 til 12 stig. Bjart nokkuð víða norðantil og hiti að 17 stigum.Á mánudag: Hæg vestan- og norðvestanátt. Bjartviðri SA- og A-lands og hiti 12 til 17 stig, en skýjað að mestu í öðrum landshlutum og hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag: Vestan 5-10, skýjað og dálítil súld af og til, en þurrt um landið austanvert. Heldur kólnandi.Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa norðanátt. Rigning, slydda eða snjókoma norðan og austanlands og hiti 0 til 3 stig. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 3 til 8 stig að deginum. Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Óvenju hlýr loftmassi hefur nú sest yfir landið og í gær mældist mjög hár hiti á norðaustanverðu landinu. Hæstu hitatölur sem mældust í gær voru: 22,8°C í Ásbyrgi 22,8°C í Bjarnarey 22,7°C á Húsavík. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en til að setja tölurnar í samhengi er bent á að hæsti hiti sem mældist allt íðasta sumar var 24,9°C, þann 3. Júní á Egilsstaðaflugvelli og er það einungis 2 stigum hlýrra en mældist í gær. Þá er útlit fyrir að í dag muni sunnanáttin ganga alveg niður og að áfram verði bjart og hlýtt veður. Það má reikna með að þokuloft verði með suðurströndinni og einnig með vesturströndinni í kvöld. Áfram er útlit fyrir rólegt veður á landinu næstu daga. Ský og þokuloft verða algengari um helgina og þá dregur úr hita. „Því miður virðist sem sumarið sé ekki komið til að vera, því langtímaspár gera ráð fyrir að þessum góðviðriskafla ljúki með kaldri norðanátt kringum miðja næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Hægviðri, léttskýjað og hiti 13 til 19 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og hiti 6 til 9 stig.Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og þokuloft með norður- og austurströndinni og hiti 5 til 8 stig. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, einkum í uppsveitum, með hita að 18 stigum.Á sunnudag: Hæg breytileg átt. Skýjað um landið sunnanvert og hiti 6 til 12 stig. Bjart nokkuð víða norðantil og hiti að 17 stigum.Á mánudag: Hæg vestan- og norðvestanátt. Bjartviðri SA- og A-lands og hiti 12 til 17 stig, en skýjað að mestu í öðrum landshlutum og hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag: Vestan 5-10, skýjað og dálítil súld af og til, en þurrt um landið austanvert. Heldur kólnandi.Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa norðanátt. Rigning, slydda eða snjókoma norðan og austanlands og hiti 0 til 3 stig. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 3 til 8 stig að deginum.
Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira