Undirbúa nýja áætlun í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 16:45 Bandarískir hermenn hafa tekið mikinn þátt í þjálfun afganskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum. Mið-Austurlönd Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira