Innlent

Fréttir Stöðvar 2 – Hvar er eiginlega best að búa?

Hvar er best að búa? er á dagskrá á mánudögum klukkan 20:20
Hvar er best að búa? er á dagskrá á mánudögum klukkan 20:20 VÍSIR/STÖÐ 2

Lóa Pind Aldísardóttir og Egill Aðalsteinsson lögðu land undir fót á dögunum heimsóttu fjölskyldur sem létu drauminn rætast og fluttu til útlanda.

Afraksturinn er nú til sýnis á mánudagskvöldum klukkan 20:05 en þar segir Lóa Pind frá ævintýrum fjölskyldnanna í þáttaröðinni Hvar er best að búa?

Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fasteignasala og afbrotasálfræðing í Kanada, fitnessdrottningu og leiðsögumann í Þýskalandi, par sem er að gera upp gamalt skólahús í Danmörku, sjúkraþjálfara í Qatar, epla- og eggjabændur í Noregi og fimm manna fjölskyldu sem nýtur lífsins á Kanarí.

Fjallað verður um þáttaröðina og gerð hennar strax á eftir íþróttafréttum á Stöð 2 en Lóa Pind og Egill mæta í settið til Loga Bergmann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.