Baulað á Ivönku í Berlín Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2017 12:59 Ivanka tekur hér í hönd Angelu Merkel, leiðtoga hins frjáls heims, á fundinum í dag. Vísir/Getty Fundarmenn bauluðu á Ivönku Trump, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, í Berlín í dag fyrir að hrósa afstöðu föður síns til kvenna. Þar stendur nú yfir fundarröð í tengslum við W20, ráðstefnu 20 ríkja með málefni kvenna í brennidepli, og ræddi Ivanka þar um hvernig auka mætti hlut kvenna í nýsköun. Með henni á sviðinu voru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland. Þegar talið barst að stefnu föður Ivönku, Bandaríkjaforsetans Donald Trump, sagði hún að hann hefði verið „ötull baráttumaður fyrir barnafjölskyldur“ og gefið konum byr undir báða vængi í störfum sínum. Yfirlýsingin vakti strax nokkur viðbrögð fundarmanna sem tóku að sussa og baula á Ivönku sem var beðin um að útskýra fullyrðingu sína betur. Var hún minnt á að fjölmiðlar hafa síðustu mánuði ítrekað gert sér mat úr hegðun og ummælum forsetans sem talin eru endurspegla niðrandi viðhorf hans til kvenna. Skemmst ber að minnast þess þegar Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum á leynilegri upptöku.„Ég hef svo sannarlega orðið vör við gagnrýni fjölmiðla, hún hefur verið þrálát,“ sagði Ivanka og bætti við að persónuleg reynsla hennar væri þó allt önnur en sú sem birtist á síðum blaðanna. Hann hafi hvatt hana áfram og talið henni trú um að engar hindranir væru óyfirstíganlegar. Vísaði hún þá einnig til þúsunda kvenna sem unnið hefðu með honum í gegnum tíðina, í einka- sem og opinbera geiranum, sem bæru honum vel söguna. Myndband af uppákomunni má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Fundarmenn bauluðu á Ivönku Trump, ráðgjafa Bandaríkjaforseta, í Berlín í dag fyrir að hrósa afstöðu föður síns til kvenna. Þar stendur nú yfir fundarröð í tengslum við W20, ráðstefnu 20 ríkja með málefni kvenna í brennidepli, og ræddi Ivanka þar um hvernig auka mætti hlut kvenna í nýsköun. Með henni á sviðinu voru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland. Þegar talið barst að stefnu föður Ivönku, Bandaríkjaforsetans Donald Trump, sagði hún að hann hefði verið „ötull baráttumaður fyrir barnafjölskyldur“ og gefið konum byr undir báða vængi í störfum sínum. Yfirlýsingin vakti strax nokkur viðbrögð fundarmanna sem tóku að sussa og baula á Ivönku sem var beðin um að útskýra fullyrðingu sína betur. Var hún minnt á að fjölmiðlar hafa síðustu mánuði ítrekað gert sér mat úr hegðun og ummælum forsetans sem talin eru endurspegla niðrandi viðhorf hans til kvenna. Skemmst ber að minnast þess þegar Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum á leynilegri upptöku.„Ég hef svo sannarlega orðið vör við gagnrýni fjölmiðla, hún hefur verið þrálát,“ sagði Ivanka og bætti við að persónuleg reynsla hennar væri þó allt önnur en sú sem birtist á síðum blaðanna. Hann hafi hvatt hana áfram og talið henni trú um að engar hindranir væru óyfirstíganlegar. Vísaði hún þá einnig til þúsunda kvenna sem unnið hefðu með honum í gegnum tíðina, í einka- sem og opinbera geiranum, sem bæru honum vel söguna. Myndband af uppákomunni má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31