Þurftu að berjast fyrir læknisþjónustu en dóttir þeirra reyndist með heilahimnubólgu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2017 19:30 Fyrir nokkru tóku þau Alexander Bjarki Rúnarsson og Sunneva Sigurðardóttir eftir því að átta mánaða gömul dóttir þeirra, Ingunn Arey, lét ekki eins og hún var vön. Hún var mjög slöpp, með bólgið auga og leið ekki vel. Þau fóru með hana til heimilislæknis síns í Keflavík sem sagði að hún væri með augnsýkingu og lét þau hafa augndropa án þess þó að líta neitt nánar á stúlkuna. Þá nóttina versnaði Ingunni mikið og var með yfir 40 stiga hita. Sunneva hringdi í þrígang á spítalann og fékk alltaf þær upplýsingar að það væri ekkert annað í stöðunni en að gefa henni bara stíl. „Um morguninn sé ég henni bara hraka strax. Þá sé ég útbrot og hringi aftur og þá bara já gefa henni stíl. Til þess að ég myndi róa mig sagði ég má ég ekki bara koma með hana. Þá fer ég með hana um morguninn og þá bara já þetta er veirusýking,“ segir Sunneva. Þau segja að þeim hafi liðið hálfpartinn eins og þau væru fyrir lækninum og að þau hafi upplifað sig sem taugaveiklaða og ímyndunarveika foreldra. Eftir að heim var komið versnaði Ingunni.Ingunn litla reyndist vera með heilahimnubólgu.„Við vorum bara ekki að treysta okkur til að vera hérna heima því barnið var bara ekki með meðvitund,“ segir Sunneva. Eftir mikla baráttu fengu þau loks tíma hjá Domus Medica í Reykjavík. Þar voru viðbrögðin svipuð: þetta væri líklegast bara veirusýking og þau ættu að gefa henni stíla. Þau segjast ekki hafa tekið það í mál að fara aftur til Keflavíkur með barnið og að á endanum hafi þau fengið það í gegn að fá að fara með stúlkuna á barnaspítalann. Á barnaspítalnum kom í ljós að barnið var með heilahimnubólgu og var hún sett á gjörgæslu. Næstu tíu daga var fjölskyldan á spítalanum. „Ég upplifði þetta soldið svona að af því við værum ungir foreldrar vissum við bara ekki betur en þetta,“ segir Sunneva. Þau segjast ekki geta hugsað þá hugsun til hvernig hefði farið hefðu þau hlustað á læknana. „Þeir sögðu okkur að það væri hægt að missa heyrina, sjónina og svo deyja,“ segir Alexander. „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug,“ segir Sunneva. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Fyrir nokkru tóku þau Alexander Bjarki Rúnarsson og Sunneva Sigurðardóttir eftir því að átta mánaða gömul dóttir þeirra, Ingunn Arey, lét ekki eins og hún var vön. Hún var mjög slöpp, með bólgið auga og leið ekki vel. Þau fóru með hana til heimilislæknis síns í Keflavík sem sagði að hún væri með augnsýkingu og lét þau hafa augndropa án þess þó að líta neitt nánar á stúlkuna. Þá nóttina versnaði Ingunni mikið og var með yfir 40 stiga hita. Sunneva hringdi í þrígang á spítalann og fékk alltaf þær upplýsingar að það væri ekkert annað í stöðunni en að gefa henni bara stíl. „Um morguninn sé ég henni bara hraka strax. Þá sé ég útbrot og hringi aftur og þá bara já gefa henni stíl. Til þess að ég myndi róa mig sagði ég má ég ekki bara koma með hana. Þá fer ég með hana um morguninn og þá bara já þetta er veirusýking,“ segir Sunneva. Þau segja að þeim hafi liðið hálfpartinn eins og þau væru fyrir lækninum og að þau hafi upplifað sig sem taugaveiklaða og ímyndunarveika foreldra. Eftir að heim var komið versnaði Ingunni.Ingunn litla reyndist vera með heilahimnubólgu.„Við vorum bara ekki að treysta okkur til að vera hérna heima því barnið var bara ekki með meðvitund,“ segir Sunneva. Eftir mikla baráttu fengu þau loks tíma hjá Domus Medica í Reykjavík. Þar voru viðbrögðin svipuð: þetta væri líklegast bara veirusýking og þau ættu að gefa henni stíla. Þau segjast ekki hafa tekið það í mál að fara aftur til Keflavíkur með barnið og að á endanum hafi þau fengið það í gegn að fá að fara með stúlkuna á barnaspítalann. Á barnaspítalnum kom í ljós að barnið var með heilahimnubólgu og var hún sett á gjörgæslu. Næstu tíu daga var fjölskyldan á spítalanum. „Ég upplifði þetta soldið svona að af því við værum ungir foreldrar vissum við bara ekki betur en þetta,“ segir Sunneva. Þau segjast ekki geta hugsað þá hugsun til hvernig hefði farið hefðu þau hlustað á læknana. „Þeir sögðu okkur að það væri hægt að missa heyrina, sjónina og svo deyja,“ segir Alexander. „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug,“ segir Sunneva.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira