Þurftu að berjast fyrir læknisþjónustu en dóttir þeirra reyndist með heilahimnubólgu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2017 19:30 Fyrir nokkru tóku þau Alexander Bjarki Rúnarsson og Sunneva Sigurðardóttir eftir því að átta mánaða gömul dóttir þeirra, Ingunn Arey, lét ekki eins og hún var vön. Hún var mjög slöpp, með bólgið auga og leið ekki vel. Þau fóru með hana til heimilislæknis síns í Keflavík sem sagði að hún væri með augnsýkingu og lét þau hafa augndropa án þess þó að líta neitt nánar á stúlkuna. Þá nóttina versnaði Ingunni mikið og var með yfir 40 stiga hita. Sunneva hringdi í þrígang á spítalann og fékk alltaf þær upplýsingar að það væri ekkert annað í stöðunni en að gefa henni bara stíl. „Um morguninn sé ég henni bara hraka strax. Þá sé ég útbrot og hringi aftur og þá bara já gefa henni stíl. Til þess að ég myndi róa mig sagði ég má ég ekki bara koma með hana. Þá fer ég með hana um morguninn og þá bara já þetta er veirusýking,“ segir Sunneva. Þau segja að þeim hafi liðið hálfpartinn eins og þau væru fyrir lækninum og að þau hafi upplifað sig sem taugaveiklaða og ímyndunarveika foreldra. Eftir að heim var komið versnaði Ingunni.Ingunn litla reyndist vera með heilahimnubólgu.„Við vorum bara ekki að treysta okkur til að vera hérna heima því barnið var bara ekki með meðvitund,“ segir Sunneva. Eftir mikla baráttu fengu þau loks tíma hjá Domus Medica í Reykjavík. Þar voru viðbrögðin svipuð: þetta væri líklegast bara veirusýking og þau ættu að gefa henni stíla. Þau segjast ekki hafa tekið það í mál að fara aftur til Keflavíkur með barnið og að á endanum hafi þau fengið það í gegn að fá að fara með stúlkuna á barnaspítalann. Á barnaspítalnum kom í ljós að barnið var með heilahimnubólgu og var hún sett á gjörgæslu. Næstu tíu daga var fjölskyldan á spítalanum. „Ég upplifði þetta soldið svona að af því við værum ungir foreldrar vissum við bara ekki betur en þetta,“ segir Sunneva. Þau segjast ekki geta hugsað þá hugsun til hvernig hefði farið hefðu þau hlustað á læknana. „Þeir sögðu okkur að það væri hægt að missa heyrina, sjónina og svo deyja,“ segir Alexander. „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug,“ segir Sunneva. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Fyrir nokkru tóku þau Alexander Bjarki Rúnarsson og Sunneva Sigurðardóttir eftir því að átta mánaða gömul dóttir þeirra, Ingunn Arey, lét ekki eins og hún var vön. Hún var mjög slöpp, með bólgið auga og leið ekki vel. Þau fóru með hana til heimilislæknis síns í Keflavík sem sagði að hún væri með augnsýkingu og lét þau hafa augndropa án þess þó að líta neitt nánar á stúlkuna. Þá nóttina versnaði Ingunni mikið og var með yfir 40 stiga hita. Sunneva hringdi í þrígang á spítalann og fékk alltaf þær upplýsingar að það væri ekkert annað í stöðunni en að gefa henni bara stíl. „Um morguninn sé ég henni bara hraka strax. Þá sé ég útbrot og hringi aftur og þá bara já gefa henni stíl. Til þess að ég myndi róa mig sagði ég má ég ekki bara koma með hana. Þá fer ég með hana um morguninn og þá bara já þetta er veirusýking,“ segir Sunneva. Þau segja að þeim hafi liðið hálfpartinn eins og þau væru fyrir lækninum og að þau hafi upplifað sig sem taugaveiklaða og ímyndunarveika foreldra. Eftir að heim var komið versnaði Ingunni.Ingunn litla reyndist vera með heilahimnubólgu.„Við vorum bara ekki að treysta okkur til að vera hérna heima því barnið var bara ekki með meðvitund,“ segir Sunneva. Eftir mikla baráttu fengu þau loks tíma hjá Domus Medica í Reykjavík. Þar voru viðbrögðin svipuð: þetta væri líklegast bara veirusýking og þau ættu að gefa henni stíla. Þau segjast ekki hafa tekið það í mál að fara aftur til Keflavíkur með barnið og að á endanum hafi þau fengið það í gegn að fá að fara með stúlkuna á barnaspítalann. Á barnaspítalnum kom í ljós að barnið var með heilahimnubólgu og var hún sett á gjörgæslu. Næstu tíu daga var fjölskyldan á spítalanum. „Ég upplifði þetta soldið svona að af því við værum ungir foreldrar vissum við bara ekki betur en þetta,“ segir Sunneva. Þau segjast ekki geta hugsað þá hugsun til hvernig hefði farið hefðu þau hlustað á læknana. „Þeir sögðu okkur að það væri hægt að missa heyrina, sjónina og svo deyja,“ segir Alexander. „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug,“ segir Sunneva.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira