Segja þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá vera ógilda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar fólki eftir að hafa beðið við Eyup Sultan moskuna í Istanbul í gær. Hann fær aukin völd samkvæmt niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um helgina. Vísir/EPA Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53
Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55
Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44
Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37