Steinunn lýsir hrottalegu ofbeldi af hendi barnsföður síns Anton Egilsson skrifar 1. apríl 2017 15:10 Steinunn var illa útleikinn eftir barsmiðarnar. Steinunn Helga Kristinsdóttir „Á morgun lýkur loksins versta ári lífs míns.” Á þessum orðum hefst áhrifaríkur pistill Steinunnar Helgu Kristinsdóttur en þar lýsir hún ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi barnsföður síns þegar hún var komin rúma fjóra mánuði á leið með son þeirra. Maðurinn mun í dag játa líkamsárásina fyrir dómstól í Bandaríkjunum og hljóta átta ára langan skilorðsbundinn dóm fyrir. Hún segir að það verði gott að heyra hann játa brot sitt. Í pistlinum rekur Steinunn þann örlagadag þegar hún var laminn, kyrkt og næstum því drepinn af barnsföður sínum á heimili þeirra í Bandaríkjunum. Hún óttaðist verulega um líf sitt og á einum tímapunkti var hún óviss um hvort að barnið sem hún bar undir belti hefði lifað árásina af. Árásin átti sér stað á baðherbergi heimilisins en þar sló maðurinn hana ítrekað og kyrkti hana. Þrátt fyrir að hún hafi grátbeðið hann um að stoppa hafi hann ekki látið af barsmíðunum. „Ég var búinn að sætta mig við að ég myndi deyja á þessu augnabliki og hugur minn reikaði til fjölskyldu og ástvina sem ég myndi aldrei fá tækifæri til að sjá aftur,” segir Steinunn. „Þegar hann loksins lét af barsmíðunum var andlit mitt nær óþekkjanlegt, ein tönnin mín var brotin, allt var útatað blóði og ég óttaðist um líf mitt.”Bannaði henni að yfirgefa heimiliðNæstu klukkustundirnar eftir árásina meinaði maðurinn Steinunni að yfirgefa hús þeirra til að fá læknisaðstoð og þegar nágranni þeirra bankaði upp á neyddi hann hana til að sitja sem fastast í sófanum og þegja. Á þeim tímapunkti taldi Steinunn að hún myndi sitja í húsinu þar til öll sár hennar væru gróin, án þess að vita hvort barn hennar væri lífs eða liðið. Maðurinn sat að harðri drykkju klukkustundirnar eftir árásina og þegar Steinunn taldi á einum tímapunkti að maðurinn væri við það að deyja áfengisdauða sá hún tækifæri og hraðaði sér út úr húsinu. „Ég áttaði mig á að þetta væri tækifærið, hraðaði mér út úr húsinu og hann elti mig.” Náði hún að koma sér undan manninum og inn á veitingastað sem hún hafði starfað á og fékk þar að hringja í aðstoð. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn.Bað um fyrirgefninguEftir að manninum var sleppt úr haldi lögreglu, einungis tólf klukkustundum eftir handtökuna, hóf hann umsvifalaust að reyna að hafa samband við Steinunni í þeirri von að hún myndi fyrirgefa honum gjörðir sínar. Í fyrstu var hún ákveðin í að ræða aldrei við manninn aftur en hún var þó fljótlega farin að svara símtölum hans. „Það hefur verið mjög erfitt að rífa sig frá eitruðu sambandi af því að voru margar góðar stundir líka. Ég elskaði þennan mann af öllu mínu hjarta og hluti af mér gerir það enn. Ég glími við það á hverjum einasta degi. Ég er alls ekki fullkomin og það koma dagar inn á milli þar sem ég brotna niður og virðist vilja fá þennan mann aftur en innst inni veit ég að hann er maður sem mun aldrei breytast og það er eitthvað sem ég er að læra að meðtaka,” segir Steinunn að lokum. Pistil Steinunnar Helgu Kristinsdóttur má lesa í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Á morgun lýkur loksins versta ári lífs míns.” Á þessum orðum hefst áhrifaríkur pistill Steinunnar Helgu Kristinsdóttur en þar lýsir hún ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi barnsföður síns þegar hún var komin rúma fjóra mánuði á leið með son þeirra. Maðurinn mun í dag játa líkamsárásina fyrir dómstól í Bandaríkjunum og hljóta átta ára langan skilorðsbundinn dóm fyrir. Hún segir að það verði gott að heyra hann játa brot sitt. Í pistlinum rekur Steinunn þann örlagadag þegar hún var laminn, kyrkt og næstum því drepinn af barnsföður sínum á heimili þeirra í Bandaríkjunum. Hún óttaðist verulega um líf sitt og á einum tímapunkti var hún óviss um hvort að barnið sem hún bar undir belti hefði lifað árásina af. Árásin átti sér stað á baðherbergi heimilisins en þar sló maðurinn hana ítrekað og kyrkti hana. Þrátt fyrir að hún hafi grátbeðið hann um að stoppa hafi hann ekki látið af barsmíðunum. „Ég var búinn að sætta mig við að ég myndi deyja á þessu augnabliki og hugur minn reikaði til fjölskyldu og ástvina sem ég myndi aldrei fá tækifæri til að sjá aftur,” segir Steinunn. „Þegar hann loksins lét af barsmíðunum var andlit mitt nær óþekkjanlegt, ein tönnin mín var brotin, allt var útatað blóði og ég óttaðist um líf mitt.”Bannaði henni að yfirgefa heimiliðNæstu klukkustundirnar eftir árásina meinaði maðurinn Steinunni að yfirgefa hús þeirra til að fá læknisaðstoð og þegar nágranni þeirra bankaði upp á neyddi hann hana til að sitja sem fastast í sófanum og þegja. Á þeim tímapunkti taldi Steinunn að hún myndi sitja í húsinu þar til öll sár hennar væru gróin, án þess að vita hvort barn hennar væri lífs eða liðið. Maðurinn sat að harðri drykkju klukkustundirnar eftir árásina og þegar Steinunn taldi á einum tímapunkti að maðurinn væri við það að deyja áfengisdauða sá hún tækifæri og hraðaði sér út úr húsinu. „Ég áttaði mig á að þetta væri tækifærið, hraðaði mér út úr húsinu og hann elti mig.” Náði hún að koma sér undan manninum og inn á veitingastað sem hún hafði starfað á og fékk þar að hringja í aðstoð. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn.Bað um fyrirgefninguEftir að manninum var sleppt úr haldi lögreglu, einungis tólf klukkustundum eftir handtökuna, hóf hann umsvifalaust að reyna að hafa samband við Steinunni í þeirri von að hún myndi fyrirgefa honum gjörðir sínar. Í fyrstu var hún ákveðin í að ræða aldrei við manninn aftur en hún var þó fljótlega farin að svara símtölum hans. „Það hefur verið mjög erfitt að rífa sig frá eitruðu sambandi af því að voru margar góðar stundir líka. Ég elskaði þennan mann af öllu mínu hjarta og hluti af mér gerir það enn. Ég glími við það á hverjum einasta degi. Ég er alls ekki fullkomin og það koma dagar inn á milli þar sem ég brotna niður og virðist vilja fá þennan mann aftur en innst inni veit ég að hann er maður sem mun aldrei breytast og það er eitthvað sem ég er að læra að meðtaka,” segir Steinunn að lokum. Pistil Steinunnar Helgu Kristinsdóttur má lesa í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira