Sport

Valgarð og Irina Íslandsmeistarar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Berglind Pétursdóttir og Irina Sazonova saman á Ólympíuleikunum í RIO.
Berglind Pétursdóttir og Irina Sazonova saman á Ólympíuleikunum í RIO. Vísir/Anton
Valgarð Reinhardsson og Irina Sazonova urði í dag Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum en mótið fór fram í Laugardalshöllinni.

Valgarð varð stigahæstur með 76.650 stig stóð hann uppi sem sigurvegari en hann varð síðast Íslandsmeistari árið 2015. Eyþór Örn Baldursson hafnaði í öðru sæti með 72.000 stig og lenti Jón Sigurður Gunnarsson í þriðja sæti með 71.900 stig.

Í kvennaflokki var það Irina Sazonova sem varði Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra en hún endaði með 48.933 stig.

Dominiqua Alma Belányi hafnaði í öðru sæti með 48.866 stig og var keppnin á milli efstu tveggja gríðarlega lítill. Agnes Suto endaði í þriðja sætinu með 48.616 stig.

Hér má sjá stigaskor allra keppenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×