78 hagkvæmar íbúðir rísa á mjög eftirsóttu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 16:39 Fyrirhuguð byggð á Keilugranda. 78 litlar og hagkvæmar íbúðir fara í byggingu á Keilugranda innan nokkurra mánaða. Íbúðirnar verða byggðar af húsnæðissamvinnufélaginu Búseta en þörf er fyrir litlar íbúðir í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Búseta lóðina að Keilugranda formlega í dag en þar hyggst Búseti byggja íbúðir auk útisvæða með gróðri og sérafnotareitum. Hugmyndir eru um að við íbúðarhúsin verði sérstakur lýðheilsureitur sem útfærður verður í samráði við íþróttafélagið KR.Gamli SÍF-reiturinn Margir þekkja lóðina sem „gamla SÍF-reitinn“ en á henni stendur nú niðurnídd vörugeymsla sem Samband íslenskra fiskframleiðenda lét reisa á 7. áratug síðustu aldar. Borgarstjóri sagði við þetta tilefni að það væri mjög ánægjulegt hvernig staðið hefði verið að samráði við íbúa af hálfu Búseta.„Að við séum stödd hér í dag er til marks um þá sátt sem ríkir um uppbyggingaráformin. Nú hefur borgin afhent ykkur þessa lóð til að byggja á og þið megið bara helst byrja strax,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, sagði að mikil áhersla yrði lögð á að halda kostnaði niðri og að það yrði á færi venjulegs fólks að kaupa íbúðir á reitnum.Byrja að rífa húsið fljótlega Hafist verður handa fljótlega við að rífa húsið og er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á reitnum strax í sumar. Áhersla er lögð á litlar og einfaldar íbúðir og m.a. verða engin stæði í bílakjallara sem lækkar kostnað við framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar árið 2019.Svæðið í kring um Keilugrandann hefur verið mjög eftirsótt. Stóraukið framboð íbúða á vegum húsnæðissamvinnufélags mun því vafalaust verða fagnaðarefni fyrir þá sem vilja búa í hverfinu. Ástand á fasteignarmarkaðnum í Vesturbænum hefur verið afar erfitt að undanförnu vegna mikilla verðhækkana og fjölgunar íbúða sem farið hafa í leigu til ferðamanna.60 Búsetaíbúðir í Smiðjuholti seldust upp á 2 mánuðum Búseti er einnig að fara að úthluta íbúðum í þriðja áfanga í Smiðjuholti í nágrenni við Hlemm. Tæplega 80 íbúðir koma í sölu hjá félaginu í haust en þar af eru um 50 stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir. Á aðeins tveimur mánuðum í vor hefur Búseti selt tæplega 60 íbúðir á þessum sama reit og ljóst er að margir vilja búa miðsvæðis. Áherslurnar í uppbyggingunni á Keilugranda eru einfaldari og ódýrari íbúðir með minni sameign án bílakjallara á meðan Smiðjuholtið er íburðarmeira með stærri íbúðum í bland og bílakjallara í sameign. Markmiðið er að höfða til ólíkra hópa en stefna Búseta er að tryggja fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Búseti er samvinnufélag í eigu fólks sem býr í íbúðum félagsins og annarra félagsmanna. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum Búseta um 20%. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
78 litlar og hagkvæmar íbúðir fara í byggingu á Keilugranda innan nokkurra mánaða. Íbúðirnar verða byggðar af húsnæðissamvinnufélaginu Búseta en þörf er fyrir litlar íbúðir í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Búseta lóðina að Keilugranda formlega í dag en þar hyggst Búseti byggja íbúðir auk útisvæða með gróðri og sérafnotareitum. Hugmyndir eru um að við íbúðarhúsin verði sérstakur lýðheilsureitur sem útfærður verður í samráði við íþróttafélagið KR.Gamli SÍF-reiturinn Margir þekkja lóðina sem „gamla SÍF-reitinn“ en á henni stendur nú niðurnídd vörugeymsla sem Samband íslenskra fiskframleiðenda lét reisa á 7. áratug síðustu aldar. Borgarstjóri sagði við þetta tilefni að það væri mjög ánægjulegt hvernig staðið hefði verið að samráði við íbúa af hálfu Búseta.„Að við séum stödd hér í dag er til marks um þá sátt sem ríkir um uppbyggingaráformin. Nú hefur borgin afhent ykkur þessa lóð til að byggja á og þið megið bara helst byrja strax,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, sagði að mikil áhersla yrði lögð á að halda kostnaði niðri og að það yrði á færi venjulegs fólks að kaupa íbúðir á reitnum.Byrja að rífa húsið fljótlega Hafist verður handa fljótlega við að rífa húsið og er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á reitnum strax í sumar. Áhersla er lögð á litlar og einfaldar íbúðir og m.a. verða engin stæði í bílakjallara sem lækkar kostnað við framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar árið 2019.Svæðið í kring um Keilugrandann hefur verið mjög eftirsótt. Stóraukið framboð íbúða á vegum húsnæðissamvinnufélags mun því vafalaust verða fagnaðarefni fyrir þá sem vilja búa í hverfinu. Ástand á fasteignarmarkaðnum í Vesturbænum hefur verið afar erfitt að undanförnu vegna mikilla verðhækkana og fjölgunar íbúða sem farið hafa í leigu til ferðamanna.60 Búsetaíbúðir í Smiðjuholti seldust upp á 2 mánuðum Búseti er einnig að fara að úthluta íbúðum í þriðja áfanga í Smiðjuholti í nágrenni við Hlemm. Tæplega 80 íbúðir koma í sölu hjá félaginu í haust en þar af eru um 50 stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir. Á aðeins tveimur mánuðum í vor hefur Búseti selt tæplega 60 íbúðir á þessum sama reit og ljóst er að margir vilja búa miðsvæðis. Áherslurnar í uppbyggingunni á Keilugranda eru einfaldari og ódýrari íbúðir með minni sameign án bílakjallara á meðan Smiðjuholtið er íburðarmeira með stærri íbúðum í bland og bílakjallara í sameign. Markmiðið er að höfða til ólíkra hópa en stefna Búseta er að tryggja fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Búseti er samvinnufélag í eigu fólks sem býr í íbúðum félagsins og annarra félagsmanna. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum Búseta um 20%.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira