Næstum sjö af hverjum tíu vilja takmörk á leigu ferðamannaíbúða 28. mars 2017 06:00 Ríflega 3000 íbúðir voru skráðar á Airbnb í Reykjavík í júlí síðastliðnum. vísir/andri marinó Stjórnvöld hafa til skoðunar að beita frekari úrræðum til þess að takmarka skammtíma útleigu á íbúðum, til dæmis í gegnum Airbnb. Þetta segir Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta er ein þeirra tillagna sem rætt er um í starfshópi fjögurra ráðuneyta til að bregðast við aðstæðum á íbúðamarkaði. Áformað er að kynna tillögur hópsins öðrum hvorum megin við páska. Karl Pétur segir að í dag sé verið að ræða um 20 hugmyndir sem verði fækkað niður í tíu.Björn Blöndal„Ég get staðfest það að einn af þeim hlutum sem er verið að skoða eru frekari takmarkanir á Airbnb. En það er ekki komið á það stig að það sé hægt að ræða einhverjar frekari útfærslur,“ segir Karl Pétur. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Búist er við því að eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum og annars konar gistingu aukist enn frekar. Líkur eru á að leiguverð hækki enn meira. „Ég hef nú alveg trú á því að við komum böndum á þetta. Það má vel una við það að fólk sé að leigja út íbúðir sínar þegar það er ekki að nota þær sjálft til að afla sér smá tekna. Okkur veitir svo sem ekkert af gistirýminu,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um takmarkanir á leigu íbúða fyrir ferðamenn. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Þegar svörin eru skoðuð í heild segjast 60 prósent vera fylgjandi því að takmarka útleigu á íbúðum til ferðamanna, 28 prósent svara því neitandi, 10 prósent segjast óákveðin og 2 prósent neituðu að svara spurningunni.Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að fjöldi Airbnb-gistirýma muni aukast enn frekar. Björn segir gríðarlega mikla umræðu hafa farið fram um útleigu íbúða til ferðamanna og takmarkanir á henni. Aðalatriðið sé að takmarka útleigu íbúða í atvinnustarfsemi. „Þetta er ekki deilihagkerfi þegar menn eru með tugi íbúða, einn aðili. Það á ekkert skylt við deilihagkerfið sem var upprunalega hugmyndin með þessu,“ segir Björn. Hann bendir á að möguleikar fólks til að leigja út íbúðir til ferðamanna séu nú þegar takmarkaðir í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 2014. „Hins vegar höfum við ekki haft nein viðurlög fyrir þá sem gera þetta ólöglega,“ segir hann. Með nýrri löggjöf frá Alþingi um heimagistingu, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, séu möguleikarnir takmarkaðir enn frekar. „Sem eru þess eðlis að ef þú leigir út íbúðina án þess að skrá þig og ert ekki með nein leyfi þá geturðu fengið sekt upp á allt að milljón,“ segir Björn. Samkvæmt heimildum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur þessu heimildarákvæði ekki enn verið beitt. Könnunin var gerð 20. og 21. mars. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. 10. mars 2017 19:00 Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Styttist í virkt eftirlit með Airbnb-útleigu Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 27. febrúar síðastliðinn og bárust embættinu 93 umsóknir. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Stjórnvöld hafa til skoðunar að beita frekari úrræðum til þess að takmarka skammtíma útleigu á íbúðum, til dæmis í gegnum Airbnb. Þetta segir Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta er ein þeirra tillagna sem rætt er um í starfshópi fjögurra ráðuneyta til að bregðast við aðstæðum á íbúðamarkaði. Áformað er að kynna tillögur hópsins öðrum hvorum megin við páska. Karl Pétur segir að í dag sé verið að ræða um 20 hugmyndir sem verði fækkað niður í tíu.Björn Blöndal„Ég get staðfest það að einn af þeim hlutum sem er verið að skoða eru frekari takmarkanir á Airbnb. En það er ekki komið á það stig að það sé hægt að ræða einhverjar frekari útfærslur,“ segir Karl Pétur. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Búist er við því að eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum og annars konar gistingu aukist enn frekar. Líkur eru á að leiguverð hækki enn meira. „Ég hef nú alveg trú á því að við komum böndum á þetta. Það má vel una við það að fólk sé að leigja út íbúðir sínar þegar það er ekki að nota þær sjálft til að afla sér smá tekna. Okkur veitir svo sem ekkert af gistirýminu,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um takmarkanir á leigu íbúða fyrir ferðamenn. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Þegar svörin eru skoðuð í heild segjast 60 prósent vera fylgjandi því að takmarka útleigu á íbúðum til ferðamanna, 28 prósent svara því neitandi, 10 prósent segjast óákveðin og 2 prósent neituðu að svara spurningunni.Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að fjöldi Airbnb-gistirýma muni aukast enn frekar. Björn segir gríðarlega mikla umræðu hafa farið fram um útleigu íbúða til ferðamanna og takmarkanir á henni. Aðalatriðið sé að takmarka útleigu íbúða í atvinnustarfsemi. „Þetta er ekki deilihagkerfi þegar menn eru með tugi íbúða, einn aðili. Það á ekkert skylt við deilihagkerfið sem var upprunalega hugmyndin með þessu,“ segir Björn. Hann bendir á að möguleikar fólks til að leigja út íbúðir til ferðamanna séu nú þegar takmarkaðir í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 2014. „Hins vegar höfum við ekki haft nein viðurlög fyrir þá sem gera þetta ólöglega,“ segir hann. Með nýrri löggjöf frá Alþingi um heimagistingu, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, séu möguleikarnir takmarkaðir enn frekar. „Sem eru þess eðlis að ef þú leigir út íbúðina án þess að skrá þig og ert ekki með nein leyfi þá geturðu fengið sekt upp á allt að milljón,“ segir Björn. Samkvæmt heimildum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur þessu heimildarákvæði ekki enn verið beitt. Könnunin var gerð 20. og 21. mars. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. 10. mars 2017 19:00 Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Styttist í virkt eftirlit með Airbnb-útleigu Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 27. febrúar síðastliðinn og bárust embættinu 93 umsóknir. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. 10. mars 2017 19:00
Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25
Styttist í virkt eftirlit með Airbnb-útleigu Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 27. febrúar síðastliðinn og bárust embættinu 93 umsóknir. 22. mars 2017 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda