Næstum sjö af hverjum tíu vilja takmörk á leigu ferðamannaíbúða 28. mars 2017 06:00 Ríflega 3000 íbúðir voru skráðar á Airbnb í Reykjavík í júlí síðastliðnum. vísir/andri marinó Stjórnvöld hafa til skoðunar að beita frekari úrræðum til þess að takmarka skammtíma útleigu á íbúðum, til dæmis í gegnum Airbnb. Þetta segir Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta er ein þeirra tillagna sem rætt er um í starfshópi fjögurra ráðuneyta til að bregðast við aðstæðum á íbúðamarkaði. Áformað er að kynna tillögur hópsins öðrum hvorum megin við páska. Karl Pétur segir að í dag sé verið að ræða um 20 hugmyndir sem verði fækkað niður í tíu.Björn Blöndal„Ég get staðfest það að einn af þeim hlutum sem er verið að skoða eru frekari takmarkanir á Airbnb. En það er ekki komið á það stig að það sé hægt að ræða einhverjar frekari útfærslur,“ segir Karl Pétur. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Búist er við því að eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum og annars konar gistingu aukist enn frekar. Líkur eru á að leiguverð hækki enn meira. „Ég hef nú alveg trú á því að við komum böndum á þetta. Það má vel una við það að fólk sé að leigja út íbúðir sínar þegar það er ekki að nota þær sjálft til að afla sér smá tekna. Okkur veitir svo sem ekkert af gistirýminu,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um takmarkanir á leigu íbúða fyrir ferðamenn. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Þegar svörin eru skoðuð í heild segjast 60 prósent vera fylgjandi því að takmarka útleigu á íbúðum til ferðamanna, 28 prósent svara því neitandi, 10 prósent segjast óákveðin og 2 prósent neituðu að svara spurningunni.Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að fjöldi Airbnb-gistirýma muni aukast enn frekar. Björn segir gríðarlega mikla umræðu hafa farið fram um útleigu íbúða til ferðamanna og takmarkanir á henni. Aðalatriðið sé að takmarka útleigu íbúða í atvinnustarfsemi. „Þetta er ekki deilihagkerfi þegar menn eru með tugi íbúða, einn aðili. Það á ekkert skylt við deilihagkerfið sem var upprunalega hugmyndin með þessu,“ segir Björn. Hann bendir á að möguleikar fólks til að leigja út íbúðir til ferðamanna séu nú þegar takmarkaðir í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 2014. „Hins vegar höfum við ekki haft nein viðurlög fyrir þá sem gera þetta ólöglega,“ segir hann. Með nýrri löggjöf frá Alþingi um heimagistingu, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, séu möguleikarnir takmarkaðir enn frekar. „Sem eru þess eðlis að ef þú leigir út íbúðina án þess að skrá þig og ert ekki með nein leyfi þá geturðu fengið sekt upp á allt að milljón,“ segir Björn. Samkvæmt heimildum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur þessu heimildarákvæði ekki enn verið beitt. Könnunin var gerð 20. og 21. mars. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. 10. mars 2017 19:00 Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Styttist í virkt eftirlit með Airbnb-útleigu Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 27. febrúar síðastliðinn og bárust embættinu 93 umsóknir. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Stjórnvöld hafa til skoðunar að beita frekari úrræðum til þess að takmarka skammtíma útleigu á íbúðum, til dæmis í gegnum Airbnb. Þetta segir Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta er ein þeirra tillagna sem rætt er um í starfshópi fjögurra ráðuneyta til að bregðast við aðstæðum á íbúðamarkaði. Áformað er að kynna tillögur hópsins öðrum hvorum megin við páska. Karl Pétur segir að í dag sé verið að ræða um 20 hugmyndir sem verði fækkað niður í tíu.Björn Blöndal„Ég get staðfest það að einn af þeim hlutum sem er verið að skoða eru frekari takmarkanir á Airbnb. En það er ekki komið á það stig að það sé hægt að ræða einhverjar frekari útfærslur,“ segir Karl Pétur. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Búist er við því að eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum og annars konar gistingu aukist enn frekar. Líkur eru á að leiguverð hækki enn meira. „Ég hef nú alveg trú á því að við komum böndum á þetta. Það má vel una við það að fólk sé að leigja út íbúðir sínar þegar það er ekki að nota þær sjálft til að afla sér smá tekna. Okkur veitir svo sem ekkert af gistirýminu,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um takmarkanir á leigu íbúða fyrir ferðamenn. Næstum sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að takmarka eigi leigu á íbúðum til ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri spurningu hins vegar neitandi. Þegar svörin eru skoðuð í heild segjast 60 prósent vera fylgjandi því að takmarka útleigu á íbúðum til ferðamanna, 28 prósent svara því neitandi, 10 prósent segjast óákveðin og 2 prósent neituðu að svara spurningunni.Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að á síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000, sem er tvöfalt fleiri en árið á undan. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að fjöldi Airbnb-gistirýma muni aukast enn frekar. Björn segir gríðarlega mikla umræðu hafa farið fram um útleigu íbúða til ferðamanna og takmarkanir á henni. Aðalatriðið sé að takmarka útleigu íbúða í atvinnustarfsemi. „Þetta er ekki deilihagkerfi þegar menn eru með tugi íbúða, einn aðili. Það á ekkert skylt við deilihagkerfið sem var upprunalega hugmyndin með þessu,“ segir Björn. Hann bendir á að möguleikar fólks til að leigja út íbúðir til ferðamanna séu nú þegar takmarkaðir í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 2014. „Hins vegar höfum við ekki haft nein viðurlög fyrir þá sem gera þetta ólöglega,“ segir hann. Með nýrri löggjöf frá Alþingi um heimagistingu, sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, séu möguleikarnir takmarkaðir enn frekar. „Sem eru þess eðlis að ef þú leigir út íbúðina án þess að skrá þig og ert ekki með nein leyfi þá geturðu fengið sekt upp á allt að milljón,“ segir Björn. Samkvæmt heimildum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefur þessu heimildarákvæði ekki enn verið beitt. Könnunin var gerð 20. og 21. mars. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. 10. mars 2017 19:00 Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Styttist í virkt eftirlit með Airbnb-útleigu Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 27. febrúar síðastliðinn og bárust embættinu 93 umsóknir. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. 10. mars 2017 19:00
Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25
Styttist í virkt eftirlit með Airbnb-útleigu Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 27. febrúar síðastliðinn og bárust embættinu 93 umsóknir. 22. mars 2017 07:00