Biðlistar styst um þrjá mánuði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2017 20:12 Fjölgað hefur aðgerðum við Landspítala í sérstöku átaki með auka fjármagni frá velferðarráðuneyti vísir/vilhelm Fyrir tæpu ári gerði velferðarráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlista eftir liðskiptaaðgerð, augasteinaaðgerð og hjartaþræðingu. Átakið stendur til 2018 og er markmiðið að biðtíminn verði styttri en þrír mánuðir við lok þess. Ákveðið markmið var sett fyrir árið 2016 og ef litið er til stærstu heilbrigðisstofnunarinnar, Landspítalans, náðist markmiðið ekki þótt litlu hafi munað. Fyrir fasta fjárveitingu átti að gera 700 liðaskiptaaðgerðir. Markmiðið var að fjölga þeim um 340 og gera 1.040 aðgerðir en alls voru þúsund aðgerðir gerðar, fjörutíu undir markmiði, en 41% fleiri en vanalega. Biðtími styttist um þrjá mánuði, úr níu mánuðum í sex. Fastur fjöldi augasteinaaðgerða var átta hundruð en átti að fjölga þeim um 1.790 og gera 2590 aðgerðir á árinu. Alls voru 2.379 aðgerðir gerðar, 211 undir markmiði en þa er fjölgun um 197 prósent. Bið styttist um þrjá og hálfan mánuð. Fyrirhugað var að gera 1.725 hjartaþræðingar. Markmiðið var að fjölga þeim um fimmtíu en þeim fjölgaði eingöngu um tólf, eða eitt prósent. Bið styttist þó um þrjá til fjóra mánuði. Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að markmiðunum hafi nánast verið náð. Eingöngu hafi þurft tveggja vikna vinnu til að ná þeim - en átakið hófst ekki fyrr en í lok janúar á síðasta ári. Alma segir mikla ánægju með árangurinn. „Markmiðið að fara undir þrjá mánuði á næsta ári en í augasteinaaðgerðum munum við ná því markmiði í ár," segir Alma og endir á að árangurinn sýni hvers spítalinn er megnugur þegar fjármagn er aukið til aðgerða. Einnig að verið sé að undirbúa sérstakt átak í kvenaðgerðum á þessu ári. En þrátt fyrir ágætis árangur er þó í dag hálfs árs bið í mikilvægar aðgerðir. Forsvarsmenn Klíníkarinnar hafa bent á að samvinna við einkasjúkrahúsið gæti eytt biðlistum með öllu. Alma segir það hafa sýnt sig að ekki sé gott að dreifa stórum aðgerðum eins og liðaskiptaaðgerðum, enda verði sérþekkingin til með því að gera fleiri aðgerðir á sama stað. „Landspítalinn er endastöð, þarf að takast á við þyngstu og erfiðustu aðgerðirnar og veita bráðaþjónustu. Þannig að ef það á að dreifa kröftum bæklunarlækna þá höfum við áhyggjur af því að það veiki sérgreinina innan spítalans." Tengdar fréttir Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Fyrir tæpu ári gerði velferðarráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlista eftir liðskiptaaðgerð, augasteinaaðgerð og hjartaþræðingu. Átakið stendur til 2018 og er markmiðið að biðtíminn verði styttri en þrír mánuðir við lok þess. Ákveðið markmið var sett fyrir árið 2016 og ef litið er til stærstu heilbrigðisstofnunarinnar, Landspítalans, náðist markmiðið ekki þótt litlu hafi munað. Fyrir fasta fjárveitingu átti að gera 700 liðaskiptaaðgerðir. Markmiðið var að fjölga þeim um 340 og gera 1.040 aðgerðir en alls voru þúsund aðgerðir gerðar, fjörutíu undir markmiði, en 41% fleiri en vanalega. Biðtími styttist um þrjá mánuði, úr níu mánuðum í sex. Fastur fjöldi augasteinaaðgerða var átta hundruð en átti að fjölga þeim um 1.790 og gera 2590 aðgerðir á árinu. Alls voru 2.379 aðgerðir gerðar, 211 undir markmiði en þa er fjölgun um 197 prósent. Bið styttist um þrjá og hálfan mánuð. Fyrirhugað var að gera 1.725 hjartaþræðingar. Markmiðið var að fjölga þeim um fimmtíu en þeim fjölgaði eingöngu um tólf, eða eitt prósent. Bið styttist þó um þrjá til fjóra mánuði. Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að markmiðunum hafi nánast verið náð. Eingöngu hafi þurft tveggja vikna vinnu til að ná þeim - en átakið hófst ekki fyrr en í lok janúar á síðasta ári. Alma segir mikla ánægju með árangurinn. „Markmiðið að fara undir þrjá mánuði á næsta ári en í augasteinaaðgerðum munum við ná því markmiði í ár," segir Alma og endir á að árangurinn sýni hvers spítalinn er megnugur þegar fjármagn er aukið til aðgerða. Einnig að verið sé að undirbúa sérstakt átak í kvenaðgerðum á þessu ári. En þrátt fyrir ágætis árangur er þó í dag hálfs árs bið í mikilvægar aðgerðir. Forsvarsmenn Klíníkarinnar hafa bent á að samvinna við einkasjúkrahúsið gæti eytt biðlistum með öllu. Alma segir það hafa sýnt sig að ekki sé gott að dreifa stórum aðgerðum eins og liðaskiptaaðgerðum, enda verði sérþekkingin til með því að gera fleiri aðgerðir á sama stað. „Landspítalinn er endastöð, þarf að takast á við þyngstu og erfiðustu aðgerðirnar og veita bráðaþjónustu. Þannig að ef það á að dreifa kröftum bæklunarlækna þá höfum við áhyggjur af því að það veiki sérgreinina innan spítalans."
Tengdar fréttir Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30
Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48