Biðlistar styst um þrjá mánuði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2017 20:12 Fjölgað hefur aðgerðum við Landspítala í sérstöku átaki með auka fjármagni frá velferðarráðuneyti vísir/vilhelm Fyrir tæpu ári gerði velferðarráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlista eftir liðskiptaaðgerð, augasteinaaðgerð og hjartaþræðingu. Átakið stendur til 2018 og er markmiðið að biðtíminn verði styttri en þrír mánuðir við lok þess. Ákveðið markmið var sett fyrir árið 2016 og ef litið er til stærstu heilbrigðisstofnunarinnar, Landspítalans, náðist markmiðið ekki þótt litlu hafi munað. Fyrir fasta fjárveitingu átti að gera 700 liðaskiptaaðgerðir. Markmiðið var að fjölga þeim um 340 og gera 1.040 aðgerðir en alls voru þúsund aðgerðir gerðar, fjörutíu undir markmiði, en 41% fleiri en vanalega. Biðtími styttist um þrjá mánuði, úr níu mánuðum í sex. Fastur fjöldi augasteinaaðgerða var átta hundruð en átti að fjölga þeim um 1.790 og gera 2590 aðgerðir á árinu. Alls voru 2.379 aðgerðir gerðar, 211 undir markmiði en þa er fjölgun um 197 prósent. Bið styttist um þrjá og hálfan mánuð. Fyrirhugað var að gera 1.725 hjartaþræðingar. Markmiðið var að fjölga þeim um fimmtíu en þeim fjölgaði eingöngu um tólf, eða eitt prósent. Bið styttist þó um þrjá til fjóra mánuði. Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að markmiðunum hafi nánast verið náð. Eingöngu hafi þurft tveggja vikna vinnu til að ná þeim - en átakið hófst ekki fyrr en í lok janúar á síðasta ári. Alma segir mikla ánægju með árangurinn. „Markmiðið að fara undir þrjá mánuði á næsta ári en í augasteinaaðgerðum munum við ná því markmiði í ár," segir Alma og endir á að árangurinn sýni hvers spítalinn er megnugur þegar fjármagn er aukið til aðgerða. Einnig að verið sé að undirbúa sérstakt átak í kvenaðgerðum á þessu ári. En þrátt fyrir ágætis árangur er þó í dag hálfs árs bið í mikilvægar aðgerðir. Forsvarsmenn Klíníkarinnar hafa bent á að samvinna við einkasjúkrahúsið gæti eytt biðlistum með öllu. Alma segir það hafa sýnt sig að ekki sé gott að dreifa stórum aðgerðum eins og liðaskiptaaðgerðum, enda verði sérþekkingin til með því að gera fleiri aðgerðir á sama stað. „Landspítalinn er endastöð, þarf að takast á við þyngstu og erfiðustu aðgerðirnar og veita bráðaþjónustu. Þannig að ef það á að dreifa kröftum bæklunarlækna þá höfum við áhyggjur af því að það veiki sérgreinina innan spítalans." Tengdar fréttir Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Fyrir tæpu ári gerði velferðarráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlista eftir liðskiptaaðgerð, augasteinaaðgerð og hjartaþræðingu. Átakið stendur til 2018 og er markmiðið að biðtíminn verði styttri en þrír mánuðir við lok þess. Ákveðið markmið var sett fyrir árið 2016 og ef litið er til stærstu heilbrigðisstofnunarinnar, Landspítalans, náðist markmiðið ekki þótt litlu hafi munað. Fyrir fasta fjárveitingu átti að gera 700 liðaskiptaaðgerðir. Markmiðið var að fjölga þeim um 340 og gera 1.040 aðgerðir en alls voru þúsund aðgerðir gerðar, fjörutíu undir markmiði, en 41% fleiri en vanalega. Biðtími styttist um þrjá mánuði, úr níu mánuðum í sex. Fastur fjöldi augasteinaaðgerða var átta hundruð en átti að fjölga þeim um 1.790 og gera 2590 aðgerðir á árinu. Alls voru 2.379 aðgerðir gerðar, 211 undir markmiði en þa er fjölgun um 197 prósent. Bið styttist um þrjá og hálfan mánuð. Fyrirhugað var að gera 1.725 hjartaþræðingar. Markmiðið var að fjölga þeim um fimmtíu en þeim fjölgaði eingöngu um tólf, eða eitt prósent. Bið styttist þó um þrjá til fjóra mánuði. Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að markmiðunum hafi nánast verið náð. Eingöngu hafi þurft tveggja vikna vinnu til að ná þeim - en átakið hófst ekki fyrr en í lok janúar á síðasta ári. Alma segir mikla ánægju með árangurinn. „Markmiðið að fara undir þrjá mánuði á næsta ári en í augasteinaaðgerðum munum við ná því markmiði í ár," segir Alma og endir á að árangurinn sýni hvers spítalinn er megnugur þegar fjármagn er aukið til aðgerða. Einnig að verið sé að undirbúa sérstakt átak í kvenaðgerðum á þessu ári. En þrátt fyrir ágætis árangur er þó í dag hálfs árs bið í mikilvægar aðgerðir. Forsvarsmenn Klíníkarinnar hafa bent á að samvinna við einkasjúkrahúsið gæti eytt biðlistum með öllu. Alma segir það hafa sýnt sig að ekki sé gott að dreifa stórum aðgerðum eins og liðaskiptaaðgerðum, enda verði sérþekkingin til með því að gera fleiri aðgerðir á sama stað. „Landspítalinn er endastöð, þarf að takast á við þyngstu og erfiðustu aðgerðirnar og veita bráðaþjónustu. Þannig að ef það á að dreifa kröftum bæklunarlækna þá höfum við áhyggjur af því að það veiki sérgreinina innan spítalans."
Tengdar fréttir Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30
Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent