Elísabet Jökulsdóttir sakar borgina um ógnandi framkomu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 „Ég er búin að eyða hverri einustu krónu í að kaupa þetta hús, einstæð móðir með tvö börn, og á það loksins næstum skuldlaust. Þá dynur þetta yfir,“ segir Elísabet Jökulsdóttir, einn margra Vesturbæinga sem mótmæla fyrirhuguðu hóteli og íbúðabyggingum á Byko-reitnum við Hringbraut og Sólvallagötu. Á Byko-reitnum verður heimilt að byggja 4.300 fermetra hótel og 70 íbúðir. Hótelið, sem rísa á í horni lóðarinnar má vera fimm hæðir og íbúðarhúsin allt að fjórar hæðir og niður í tvær hæðir næst Framnesvegi. Ofan í jörðinni verður 4.100 fermetra bílakjallari.Nýbyggingarnar á Byko-reitnum eiga að hækka á móti hringtorginu við JL-húsið eins og sést af þessari skýringamynd. Mynd/PlúsarkitektarAuk bréfa margra íbúa bárust Reykjavíkurborg athugasemdir frá skólaráði Vesturbæjarskóla, fulltrúa foreldra, íbúasamtökum Vesturbæjar og húsfélagi Sólvallagötu. Áhyggjurnar lúta meðal annars að mengun, umferðarþunga, bílastæðaskorti og að rekstri hótels á staðnum. Skipulagsráð hefur vísað málinu til meðferðar hjá verkefnisstjóra. „Hér munu margir íbúar verða fyrir tjóni ef ný hótelbygging verður samþykkt í stað íbúða því hún mun skapa ónæði, hækkun fasteignagjalda, fækkun nágranna og minni fjölbreytni,“ segir í bréfi íbúasamtakanna. Elísabet, sem býr á Framnesvegi 56a, fast við Byko-reitinn, segist hafa heyrt að byrja eigi að sprengja fyrir bílakjallara í maí. „Mér skilst að það verði sprengingar hér í eitt eða tvö ár. Kannski þolir húsið þetta en ég ætla ekki að búa við þessar sprengingar og neyðist til að flytja á meðan þetta stendur. Ég veit ekki hvort það er réttlætanlegt að leigja húsið út á meðan,“ segir hún. Samkvæmt skipulaginu má sameina Byko-reitinn og lóðina undir húsi Elísabetar og lóðina við hlið hennar lóðar. Hún segir að þegar hún hafi farið inn á borgarskipulag til að kynna sér framkvæmdina hafi starfsmaður þar spurt hvort hún vildi ekki bara selja eiganda Byko-reitsins húsið sitt. „Það er alltaf verið að segja við mig að selja og það er eins og enginn skilji að maður vilji bara eiga heimili sitt,“ segir Elísabet. Hún hafi sömuleiðis fengið sérkennileg tilsvör á byggingarstað við Vesturbæjarskóla, handan Framnesvegar. „Þar stóð maður frá borginni og ég sagði honum að ég væri búin að skila inn athugasemdum. Hann hló bara upp í opið geðið á mér og sagði: Borgin gerir bara það sem borgin vill gera.“Bakhúsið Framnesvegur 56a er heimili Elísabetar Jökulsdóttur.vísir/gvaNær allir íbúar umhverfis reitinn eru að sögn Elísabetar andsnúnir áformunum. „Reykjavíkurborg átti að kaupa þessa lóð fyrir Vesturbæjarskóla,“ segir hún. Mjög hafi þrengt að skólanum með skúrum og viðbyggingum á þeim 27 árum sem hún hafi búið í hverfinu. „Þarna er bara yfir eina götu að fara og auðvelt að tengja með brú eða undirgöngum. Þarna gæti verið leikfimihús og skólalóð.“ Elísabetu finnst borgin ganga fram af miklu skeytingarleysi. „Það hafa komið hér borgarfulltrúar inn í garðinn við hliðina og spurt: Af hverju er ekki búið að byggja hér? Þetta er bara pínulítill garður og maður hugsar með sér að það sé stór gjá milli borgarstjórnar og borgarbúa. Manni líður eins og Palestínuaraba á landnemabyggð undir þessari ógnandi framkomu. Hér verða húsin hvert ofan í öðru samkvæmt þeirra trúarbrögðum um þéttingu byggðar,“ segir Elísabet sem kveðst hafa áhyggjur af því að kunna að neyðast til að flytja úr húsinu sem sé æskuheimili sona hennar. „Ég var að greinast með æxli og ætla að hugsa um mína heilsu og hef ekki orku í að skemmta Reykjavíkurborg og fleirum með því að fara út í einhverja baráttu út af húsinu mínu. Það verður bara að láta þetta allt ráðast.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Ég er búin að eyða hverri einustu krónu í að kaupa þetta hús, einstæð móðir með tvö börn, og á það loksins næstum skuldlaust. Þá dynur þetta yfir,“ segir Elísabet Jökulsdóttir, einn margra Vesturbæinga sem mótmæla fyrirhuguðu hóteli og íbúðabyggingum á Byko-reitnum við Hringbraut og Sólvallagötu. Á Byko-reitnum verður heimilt að byggja 4.300 fermetra hótel og 70 íbúðir. Hótelið, sem rísa á í horni lóðarinnar má vera fimm hæðir og íbúðarhúsin allt að fjórar hæðir og niður í tvær hæðir næst Framnesvegi. Ofan í jörðinni verður 4.100 fermetra bílakjallari.Nýbyggingarnar á Byko-reitnum eiga að hækka á móti hringtorginu við JL-húsið eins og sést af þessari skýringamynd. Mynd/PlúsarkitektarAuk bréfa margra íbúa bárust Reykjavíkurborg athugasemdir frá skólaráði Vesturbæjarskóla, fulltrúa foreldra, íbúasamtökum Vesturbæjar og húsfélagi Sólvallagötu. Áhyggjurnar lúta meðal annars að mengun, umferðarþunga, bílastæðaskorti og að rekstri hótels á staðnum. Skipulagsráð hefur vísað málinu til meðferðar hjá verkefnisstjóra. „Hér munu margir íbúar verða fyrir tjóni ef ný hótelbygging verður samþykkt í stað íbúða því hún mun skapa ónæði, hækkun fasteignagjalda, fækkun nágranna og minni fjölbreytni,“ segir í bréfi íbúasamtakanna. Elísabet, sem býr á Framnesvegi 56a, fast við Byko-reitinn, segist hafa heyrt að byrja eigi að sprengja fyrir bílakjallara í maí. „Mér skilst að það verði sprengingar hér í eitt eða tvö ár. Kannski þolir húsið þetta en ég ætla ekki að búa við þessar sprengingar og neyðist til að flytja á meðan þetta stendur. Ég veit ekki hvort það er réttlætanlegt að leigja húsið út á meðan,“ segir hún. Samkvæmt skipulaginu má sameina Byko-reitinn og lóðina undir húsi Elísabetar og lóðina við hlið hennar lóðar. Hún segir að þegar hún hafi farið inn á borgarskipulag til að kynna sér framkvæmdina hafi starfsmaður þar spurt hvort hún vildi ekki bara selja eiganda Byko-reitsins húsið sitt. „Það er alltaf verið að segja við mig að selja og það er eins og enginn skilji að maður vilji bara eiga heimili sitt,“ segir Elísabet. Hún hafi sömuleiðis fengið sérkennileg tilsvör á byggingarstað við Vesturbæjarskóla, handan Framnesvegar. „Þar stóð maður frá borginni og ég sagði honum að ég væri búin að skila inn athugasemdum. Hann hló bara upp í opið geðið á mér og sagði: Borgin gerir bara það sem borgin vill gera.“Bakhúsið Framnesvegur 56a er heimili Elísabetar Jökulsdóttur.vísir/gvaNær allir íbúar umhverfis reitinn eru að sögn Elísabetar andsnúnir áformunum. „Reykjavíkurborg átti að kaupa þessa lóð fyrir Vesturbæjarskóla,“ segir hún. Mjög hafi þrengt að skólanum með skúrum og viðbyggingum á þeim 27 árum sem hún hafi búið í hverfinu. „Þarna er bara yfir eina götu að fara og auðvelt að tengja með brú eða undirgöngum. Þarna gæti verið leikfimihús og skólalóð.“ Elísabetu finnst borgin ganga fram af miklu skeytingarleysi. „Það hafa komið hér borgarfulltrúar inn í garðinn við hliðina og spurt: Af hverju er ekki búið að byggja hér? Þetta er bara pínulítill garður og maður hugsar með sér að það sé stór gjá milli borgarstjórnar og borgarbúa. Manni líður eins og Palestínuaraba á landnemabyggð undir þessari ógnandi framkomu. Hér verða húsin hvert ofan í öðru samkvæmt þeirra trúarbrögðum um þéttingu byggðar,“ segir Elísabet sem kveðst hafa áhyggjur af því að kunna að neyðast til að flytja úr húsinu sem sé æskuheimili sona hennar. „Ég var að greinast með æxli og ætla að hugsa um mína heilsu og hef ekki orku í að skemmta Reykjavíkurborg og fleirum með því að fara út í einhverja baráttu út af húsinu mínu. Það verður bara að láta þetta allt ráðast.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira