Hefur fullan hug á að ráða fram úr húsnæðismálum LHÍ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. febrúar 2017 14:30 Málefni Listaháskóla Íslands hafa borið á góma að undanförnu ekki síst fyrir þær sakir að óviðunandi aðbúnaður húsakynna skólans hafa verið í kastljósi. Nemendur skólans hafa meðal annars vakið athygli á myglusveppi í húsakynnum skólans á samfélagsmiðlum að undanförnu undir myllumerkinu #LHÍmygla.Sjá: „Vilja varanlega lausn á húsnæðisvanda Listaháskólans“ Þingmenn Pírata og Vinstri Grænna hafa þá lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að fela eigi menntamálaráðherra að finna lausn á húsnæðisvanda Listaháskólans. „Miklar áhyggjur eru af myglusvepp í húsakynnum hans, en skólinn leigir bæði frá ríkinu og einkaaðilum og ver miklu fjármagni í aðstöðu sem hentar stofnuninni ekki. Tónlist er til dæmis kennd í húsi með lélegri kyndingu sem skortir hljóðeinangrun, leiklist er kennd án viðunandi leikrýmis, myndlistarkennslan er í gömlu sláturhúsi og svo mætti lengi telja,“ segir í þingsályktunartillögunni. Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, átti fund með stjórnendum skólans í morgun, til að freista þess að finna lausn á húsnæðisvanda skólans. „Þetta er tvíþætt verkefni,“ segir Kristján Þór. „Annars vegar þessi bráðavandi sem skólinn býr við í dag og er verið að vinna lausn á með stuðningi ráðuneytisins og hinsvegar er það þá lengri tíma stefnumörkun í málefnum skólans,“ segir hann. „Skólastjórnendur eru að vinna úr stöðu dagsins, með stuðningi ráðuneytisins eins og ég sagði. Síðan erum við að horfa til þess með hvaða hætti við getum leyst úr framtíðarhúsnæðismálum skólans og ég hef fullan hug á því að koma húsnæðismálum skólans í einhvern skikk til lengri tíma litið og við erum bara að taka fyrstu skrefin núna með hvaða hætti það verði best gert,“ segir Kristján.Hæ @Bjarni_Ben, Kristján Þór Menntamálaráðherra er ekki á Twitter en getur þú sýnt honum þetta myndband. #LHÍmygla pic.twitter.com/f7XMimbQzp— Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) February 17, 2017 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Málefni Listaháskóla Íslands hafa borið á góma að undanförnu ekki síst fyrir þær sakir að óviðunandi aðbúnaður húsakynna skólans hafa verið í kastljósi. Nemendur skólans hafa meðal annars vakið athygli á myglusveppi í húsakynnum skólans á samfélagsmiðlum að undanförnu undir myllumerkinu #LHÍmygla.Sjá: „Vilja varanlega lausn á húsnæðisvanda Listaháskólans“ Þingmenn Pírata og Vinstri Grænna hafa þá lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að fela eigi menntamálaráðherra að finna lausn á húsnæðisvanda Listaháskólans. „Miklar áhyggjur eru af myglusvepp í húsakynnum hans, en skólinn leigir bæði frá ríkinu og einkaaðilum og ver miklu fjármagni í aðstöðu sem hentar stofnuninni ekki. Tónlist er til dæmis kennd í húsi með lélegri kyndingu sem skortir hljóðeinangrun, leiklist er kennd án viðunandi leikrýmis, myndlistarkennslan er í gömlu sláturhúsi og svo mætti lengi telja,“ segir í þingsályktunartillögunni. Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, átti fund með stjórnendum skólans í morgun, til að freista þess að finna lausn á húsnæðisvanda skólans. „Þetta er tvíþætt verkefni,“ segir Kristján Þór. „Annars vegar þessi bráðavandi sem skólinn býr við í dag og er verið að vinna lausn á með stuðningi ráðuneytisins og hinsvegar er það þá lengri tíma stefnumörkun í málefnum skólans,“ segir hann. „Skólastjórnendur eru að vinna úr stöðu dagsins, með stuðningi ráðuneytisins eins og ég sagði. Síðan erum við að horfa til þess með hvaða hætti við getum leyst úr framtíðarhúsnæðismálum skólans og ég hef fullan hug á því að koma húsnæðismálum skólans í einhvern skikk til lengri tíma litið og við erum bara að taka fyrstu skrefin núna með hvaða hætti það verði best gert,“ segir Kristján.Hæ @Bjarni_Ben, Kristján Þór Menntamálaráðherra er ekki á Twitter en getur þú sýnt honum þetta myndband. #LHÍmygla pic.twitter.com/f7XMimbQzp— Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) February 17, 2017
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira