FÍB gagnrýnir áform um vegatolla: „Gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi“ Jóhann K. Jóhannsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 12. febrúar 2017 19:38 Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira