Loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 12:28 Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. vísir/óskar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. Fyrr í vetur hafði íslenskum skipum verið úthlutað rúmum 12 þúsund tonnum þannig að aukningin nú er rúmlega sextánföld. Samkvæmt lögum 116/2016 um stjórn fiskveiða verður 5,3% aflans úthlutað á skiptimarkaði, alls 10.392 tonnum. Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að mælingar á stærð loðnustofnins dagana 11. til 20. janúar síðastliðinn hafi sýnt að stofninn væri töluvert stærri en mælingar í haust höfðu bent til og ráðlagði Hafró því að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 57 þúsund tonn. Fyrr í þessum mánuði var svo ákveðið að mæla stofninn að nýju í samvinnu við útgerðir loðnuskipa og fylgjast með gögnum hans fyrir Norður-og Austurlandi. „Fóru mælingarnar fram dagana 3. – 11. febrúar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq en auk þess kom rs. Bjarni Sæmundsson að rannsókninni í 2 daga. Rannsóknasvæðið náði yfir Austfjarðamið, Norðurmið sem og Vestfjarðamið. Kynþroska loðna fannst víða á rannsóknasvæðinu og var hún bæði við landgrunnsbrúnina djúpt út af Norður- og Norðausturlandi en einnig var loðnu að finna grunnt s.s. norður af Þistilfirði og Melrakkasléttu en einnig við Skagafjörð. Magn kynþroska loðnu sem mældist var umtalsvert meira en í janúar og meðalþyngd há. Ókynþroska loðna var mest áberandi vestarlega, eða út af Strandagrunni, en austan við Kolbeinseyjarhrygg var mjög lítið af ókynþroska loðnu. Um 815 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í mælingunni og mæliskekkja (CV) var metin 0.18. Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 verði 299 þúsund tonn,“ að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar. Tengdar fréttir Tíðar komur loðnuskipa Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina. 14. febrúar 2017 06:00 Loðnubrestur á besta tíma Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. 14. október 2016 07:00 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna. Fyrr í vetur hafði íslenskum skipum verið úthlutað rúmum 12 þúsund tonnum þannig að aukningin nú er rúmlega sextánföld. Samkvæmt lögum 116/2016 um stjórn fiskveiða verður 5,3% aflans úthlutað á skiptimarkaði, alls 10.392 tonnum. Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að mælingar á stærð loðnustofnins dagana 11. til 20. janúar síðastliðinn hafi sýnt að stofninn væri töluvert stærri en mælingar í haust höfðu bent til og ráðlagði Hafró því að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 57 þúsund tonn. Fyrr í þessum mánuði var svo ákveðið að mæla stofninn að nýju í samvinnu við útgerðir loðnuskipa og fylgjast með gögnum hans fyrir Norður-og Austurlandi. „Fóru mælingarnar fram dagana 3. – 11. febrúar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq en auk þess kom rs. Bjarni Sæmundsson að rannsókninni í 2 daga. Rannsóknasvæðið náði yfir Austfjarðamið, Norðurmið sem og Vestfjarðamið. Kynþroska loðna fannst víða á rannsóknasvæðinu og var hún bæði við landgrunnsbrúnina djúpt út af Norður- og Norðausturlandi en einnig var loðnu að finna grunnt s.s. norður af Þistilfirði og Melrakkasléttu en einnig við Skagafjörð. Magn kynþroska loðnu sem mældist var umtalsvert meira en í janúar og meðalþyngd há. Ókynþroska loðna var mest áberandi vestarlega, eða út af Strandagrunni, en austan við Kolbeinseyjarhrygg var mjög lítið af ókynþroska loðnu. Um 815 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í mælingunni og mæliskekkja (CV) var metin 0.18. Gildandi aflaregla byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Í samræmi við ofangreinda aflareglu leggur Hafrannsóknastofnun til að heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 verði 299 þúsund tonn,“ að því er segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Tengdar fréttir Tíðar komur loðnuskipa Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina. 14. febrúar 2017 06:00 Loðnubrestur á besta tíma Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. 14. október 2016 07:00 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Tíðar komur loðnuskipa Fimm norskir loðnubátar lönduðu í Neskaupstað í lok síðustu viku og unnið var á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina. 14. febrúar 2017 06:00
Loðnubrestur á besta tíma Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. 14. október 2016 07:00
Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00