Þykir skrýtið að ríkið sjálft auki aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 17:49 Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, segir að það hafi verið létt kaldhæðni í færslu sinni á Facebook um ÁTVR og aðgengi að áfengi en frétt DV um málið vakti mikla athygli í dag. Í færslunni sagði Ásdís Halla að henni fyndist að fækka ætti verslunum ÁTVR, stytta opnunartíminn og hætta að selja tóbak í búðum. Rætt var við Ásdísi Höllu í Reykjavík síðdegis í dag um málið og sagði hún að með færslunni væri hún að gera dálítið grín að umræðunni um aðgengi að áfengi sem segja má að sé fastur liður nánast á hverju ári þegar frumvarp um að afnám ríkiseinokunar á sölu áfengis er lagt fram á þingi. Ásdís segir að sér finnist skrýtið að ríkið sjálft sé að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir. „Ég er nú gamall stúkufélagi og drekk hvorki né reyki þannig að sumir gætu haldið að þetta væri skoðun mín en ég er nú kannski aðallega með þessu að gera dálítið grín að umræðunni – fólk er að missa sig yfir því hvar léttvín er selt á meðan tóbakið sem er jafn hættulegt og ekkert minna hættulegt er selt úti um allt. Þannig að mér finnst umræðan í samfélaginu eins og hún er í dag um áfengi tóbak og gras og dóp og ýmislegt einkennast af svo miklum tvískinnungi að ég var svona að henda fram sjónarhorni til þess að ögra því pínulítið,“ sagði Ásdís Halla í Reykjavík síðdegis. Að hennar mati misnotar fólk áfengi og tóbak of mikið en hún er ekki sannfærð um að lausnin á þeim vanda sé endilega að vera með eina ríkisverslun sem heitir ÁTVR. „Mér finnst eins og sumir nálgast málið þá eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur því ríkið sér um að selja þetta en ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég held að það sé miklu meira viðhorfin í samfélaginu og umburðarlyndið gagnvart neyslu og gagnvart grasi sem er hættulegra en nákvæmlega hvar þetta er selt.“ Hún benti á að áfengi hefði til að mynda verið selt í matvöruverslunum þar sem hún bjó í Bandaríkjunum og þar hafi hornið þar sem áfengi var selt verið afgirt og lokað á ákveðnum tíma dags. „Aðgengi að áfengi var minna þar en við höfum hér í ÁTVR sem er úti um allan bæ er stöðugt að lengja opnunartímann opna fleiri útibú. Mér finnst dálítið skrýtið hvernig ríkið sjálft er að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir,“ sagði Ásdís Halla sem þykir að aðgengi að áfengi eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott. „Mér finnst að aðgengið eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott því rannsóknir sýna það að gott aðgengi að tóbakinu og áfengi og eiturlyfjum ýtir undir neyslu og mér finnst að við eigum ekki að auka aðgengi markvisst og skipulega. Það er hins vegar þannig að við þurfum að átta okkur á því að það er aðallega umræðan í samfélaginu ákveðið umburðarlyndi og skilaboð sem ýta meira undir neyslu en nákvæmlega aðgengið.“ Hlusta má á viðtalið við Ásdísi Höllu í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, segir að það hafi verið létt kaldhæðni í færslu sinni á Facebook um ÁTVR og aðgengi að áfengi en frétt DV um málið vakti mikla athygli í dag. Í færslunni sagði Ásdís Halla að henni fyndist að fækka ætti verslunum ÁTVR, stytta opnunartíminn og hætta að selja tóbak í búðum. Rætt var við Ásdísi Höllu í Reykjavík síðdegis í dag um málið og sagði hún að með færslunni væri hún að gera dálítið grín að umræðunni um aðgengi að áfengi sem segja má að sé fastur liður nánast á hverju ári þegar frumvarp um að afnám ríkiseinokunar á sölu áfengis er lagt fram á þingi. Ásdís segir að sér finnist skrýtið að ríkið sjálft sé að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir. „Ég er nú gamall stúkufélagi og drekk hvorki né reyki þannig að sumir gætu haldið að þetta væri skoðun mín en ég er nú kannski aðallega með þessu að gera dálítið grín að umræðunni – fólk er að missa sig yfir því hvar léttvín er selt á meðan tóbakið sem er jafn hættulegt og ekkert minna hættulegt er selt úti um allt. Þannig að mér finnst umræðan í samfélaginu eins og hún er í dag um áfengi tóbak og gras og dóp og ýmislegt einkennast af svo miklum tvískinnungi að ég var svona að henda fram sjónarhorni til þess að ögra því pínulítið,“ sagði Ásdís Halla í Reykjavík síðdegis. Að hennar mati misnotar fólk áfengi og tóbak of mikið en hún er ekki sannfærð um að lausnin á þeim vanda sé endilega að vera með eina ríkisverslun sem heitir ÁTVR. „Mér finnst eins og sumir nálgast málið þá eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur því ríkið sér um að selja þetta en ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég held að það sé miklu meira viðhorfin í samfélaginu og umburðarlyndið gagnvart neyslu og gagnvart grasi sem er hættulegra en nákvæmlega hvar þetta er selt.“ Hún benti á að áfengi hefði til að mynda verið selt í matvöruverslunum þar sem hún bjó í Bandaríkjunum og þar hafi hornið þar sem áfengi var selt verið afgirt og lokað á ákveðnum tíma dags. „Aðgengi að áfengi var minna þar en við höfum hér í ÁTVR sem er úti um allan bæ er stöðugt að lengja opnunartímann opna fleiri útibú. Mér finnst dálítið skrýtið hvernig ríkið sjálft er að auka aðgengi að áfengi í gegnum sínar verslanir,“ sagði Ásdís Halla sem þykir að aðgengi að áfengi eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott. „Mér finnst að aðgengið eigi ekki að vera neitt sérstaklega gott því rannsóknir sýna það að gott aðgengi að tóbakinu og áfengi og eiturlyfjum ýtir undir neyslu og mér finnst að við eigum ekki að auka aðgengi markvisst og skipulega. Það er hins vegar þannig að við þurfum að átta okkur á því að það er aðallega umræðan í samfélaginu ákveðið umburðarlyndi og skilaboð sem ýta meira undir neyslu en nákvæmlega aðgengið.“ Hlusta má á viðtalið við Ásdísi Höllu í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53
Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45