Markmið djúpborunar náðust Svavar Hávarðsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Borað var niður á 4.650 metra dýpi sem er einsdæmi á Íslandi – Reykjanesviti í baksýn. Gríðarlegir möguleikar felast í verkefninu á heimsvísu. mynd/HS ORKA Það er mat forsvarsmanna HS Orku, og fjölmargra samstarfsaðila fyrirtækisins, að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænan hátt og með minni kostnaði, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Þetta kom fram á kynningarfundi HS Orku um verklok í gær, en borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Nýtingarmöguleikar djúpborunarholunnar liggja þó ekki fyrir fyrr en í árslok 2018 þegar rannsóknum á henni lýkur. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009 en HS Orka hefur leitt annan áfanga verkefnisins (IDDP-2) og lagði til þess holu 15 á Reykjanesi. Borun tók um fimm mánuði en henni lauk um miðjan janúar. Markmið verkefnisins voru, auk borunarinnar sjálfrar, að ná borkjörnum (bergi), mæla háan hita og finna lekt berg. Hitinn á botni holunnar hefur þegar mælst 427 gráður. Það er því ljóst að við botn holunnar hefur vökvinn náð yfirhituðu ástandi sem gefur vísbendingar um að hægt sé að nýta hann til orkuöflunar. Því var lýst á fundinum að nú taka við fjölbreyttar rannsóknir en besta niðurstaða úr verkefninu væri ef hægt væri að nýta holuna sem vinnsluholu en það myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita, þ.e. með því að ná vökvanum upp úr holunni á hærra hitastigi og þar með með meira orkuinnihaldi en hingað til hefur verið gert. Miðað við hitann og þrýstinginn í holunni er hugsanlega hægt að vinna úr henni á bilinu 30-50 megavött (MW) sem er talsvert meira en hefðbundin vinnsluhola. Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku, setti þessar stærðir í samhengi á fundinum. Hann sagði að djúpborunarholan gæti gefið fimm- til tífalt það rafafl sem hefðbundnar jarðhitaholur gefa, en þær gefa að meðaltali 5,5 MW hér á Íslandi. „Nú um stundir er mesta rafaflsþörf Stór-Reykjavíkursvæðisins um 150 megavött, eða svo. Því þyrfti um 30 hefðbundnar háhitaholur til að uppfylla hámarksaflþörf svæðisins en einungis þrjár til sex djúpholur með yfirmarkshita – sem gefa auk þess margvíslega möguleika fyrir vistvænan iðnað,“ sagði Albert á fundinum. Hann hnykkti á hversu umhverfisvænt það myndi reynast ef hægt væri að afla rafafls með nýtingu þessara nýju djúphola. Einfaldlega vegna þess hversu fáar holur þarf til að ná sömu afköstum. Næstu skref í verkefninu eru vinnslutilraunir og blástursprófanir sem munu standa næstu tvö árin. Hins vegar líta menn enn lengra fram í tímann því framhald er þegar á teikniborðinu. Þá mun Orkuveita Reykjavíkur, eða dótturfélag hennar, Orka náttúrunnar, taka við keflinu með skylda framkvæmd á Hellisheiði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Það er mat forsvarsmanna HS Orku, og fjölmargra samstarfsaðila fyrirtækisins, að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænan hátt og með minni kostnaði, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Þetta kom fram á kynningarfundi HS Orku um verklok í gær, en borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Nýtingarmöguleikar djúpborunarholunnar liggja þó ekki fyrir fyrr en í árslok 2018 þegar rannsóknum á henni lýkur. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009 en HS Orka hefur leitt annan áfanga verkefnisins (IDDP-2) og lagði til þess holu 15 á Reykjanesi. Borun tók um fimm mánuði en henni lauk um miðjan janúar. Markmið verkefnisins voru, auk borunarinnar sjálfrar, að ná borkjörnum (bergi), mæla háan hita og finna lekt berg. Hitinn á botni holunnar hefur þegar mælst 427 gráður. Það er því ljóst að við botn holunnar hefur vökvinn náð yfirhituðu ástandi sem gefur vísbendingar um að hægt sé að nýta hann til orkuöflunar. Því var lýst á fundinum að nú taka við fjölbreyttar rannsóknir en besta niðurstaða úr verkefninu væri ef hægt væri að nýta holuna sem vinnsluholu en það myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita, þ.e. með því að ná vökvanum upp úr holunni á hærra hitastigi og þar með með meira orkuinnihaldi en hingað til hefur verið gert. Miðað við hitann og þrýstinginn í holunni er hugsanlega hægt að vinna úr henni á bilinu 30-50 megavött (MW) sem er talsvert meira en hefðbundin vinnsluhola. Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku, setti þessar stærðir í samhengi á fundinum. Hann sagði að djúpborunarholan gæti gefið fimm- til tífalt það rafafl sem hefðbundnar jarðhitaholur gefa, en þær gefa að meðaltali 5,5 MW hér á Íslandi. „Nú um stundir er mesta rafaflsþörf Stór-Reykjavíkursvæðisins um 150 megavött, eða svo. Því þyrfti um 30 hefðbundnar háhitaholur til að uppfylla hámarksaflþörf svæðisins en einungis þrjár til sex djúpholur með yfirmarkshita – sem gefa auk þess margvíslega möguleika fyrir vistvænan iðnað,“ sagði Albert á fundinum. Hann hnykkti á hversu umhverfisvænt það myndi reynast ef hægt væri að afla rafafls með nýtingu þessara nýju djúphola. Einfaldlega vegna þess hversu fáar holur þarf til að ná sömu afköstum. Næstu skref í verkefninu eru vinnslutilraunir og blástursprófanir sem munu standa næstu tvö árin. Hins vegar líta menn enn lengra fram í tímann því framhald er þegar á teikniborðinu. Þá mun Orkuveita Reykjavíkur, eða dótturfélag hennar, Orka náttúrunnar, taka við keflinu með skylda framkvæmd á Hellisheiði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira