Markmið djúpborunar náðust Svavar Hávarðsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Borað var niður á 4.650 metra dýpi sem er einsdæmi á Íslandi – Reykjanesviti í baksýn. Gríðarlegir möguleikar felast í verkefninu á heimsvísu. mynd/HS ORKA Það er mat forsvarsmanna HS Orku, og fjölmargra samstarfsaðila fyrirtækisins, að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænan hátt og með minni kostnaði, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Þetta kom fram á kynningarfundi HS Orku um verklok í gær, en borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Nýtingarmöguleikar djúpborunarholunnar liggja þó ekki fyrir fyrr en í árslok 2018 þegar rannsóknum á henni lýkur. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009 en HS Orka hefur leitt annan áfanga verkefnisins (IDDP-2) og lagði til þess holu 15 á Reykjanesi. Borun tók um fimm mánuði en henni lauk um miðjan janúar. Markmið verkefnisins voru, auk borunarinnar sjálfrar, að ná borkjörnum (bergi), mæla háan hita og finna lekt berg. Hitinn á botni holunnar hefur þegar mælst 427 gráður. Það er því ljóst að við botn holunnar hefur vökvinn náð yfirhituðu ástandi sem gefur vísbendingar um að hægt sé að nýta hann til orkuöflunar. Því var lýst á fundinum að nú taka við fjölbreyttar rannsóknir en besta niðurstaða úr verkefninu væri ef hægt væri að nýta holuna sem vinnsluholu en það myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita, þ.e. með því að ná vökvanum upp úr holunni á hærra hitastigi og þar með með meira orkuinnihaldi en hingað til hefur verið gert. Miðað við hitann og þrýstinginn í holunni er hugsanlega hægt að vinna úr henni á bilinu 30-50 megavött (MW) sem er talsvert meira en hefðbundin vinnsluhola. Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku, setti þessar stærðir í samhengi á fundinum. Hann sagði að djúpborunarholan gæti gefið fimm- til tífalt það rafafl sem hefðbundnar jarðhitaholur gefa, en þær gefa að meðaltali 5,5 MW hér á Íslandi. „Nú um stundir er mesta rafaflsþörf Stór-Reykjavíkursvæðisins um 150 megavött, eða svo. Því þyrfti um 30 hefðbundnar háhitaholur til að uppfylla hámarksaflþörf svæðisins en einungis þrjár til sex djúpholur með yfirmarkshita – sem gefa auk þess margvíslega möguleika fyrir vistvænan iðnað,“ sagði Albert á fundinum. Hann hnykkti á hversu umhverfisvænt það myndi reynast ef hægt væri að afla rafafls með nýtingu þessara nýju djúphola. Einfaldlega vegna þess hversu fáar holur þarf til að ná sömu afköstum. Næstu skref í verkefninu eru vinnslutilraunir og blástursprófanir sem munu standa næstu tvö árin. Hins vegar líta menn enn lengra fram í tímann því framhald er þegar á teikniborðinu. Þá mun Orkuveita Reykjavíkur, eða dótturfélag hennar, Orka náttúrunnar, taka við keflinu með skylda framkvæmd á Hellisheiði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Það er mat forsvarsmanna HS Orku, og fjölmargra samstarfsaðila fyrirtækisins, að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænan hátt og með minni kostnaði, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Þetta kom fram á kynningarfundi HS Orku um verklok í gær, en borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Nýtingarmöguleikar djúpborunarholunnar liggja þó ekki fyrir fyrr en í árslok 2018 þegar rannsóknum á henni lýkur. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009 en HS Orka hefur leitt annan áfanga verkefnisins (IDDP-2) og lagði til þess holu 15 á Reykjanesi. Borun tók um fimm mánuði en henni lauk um miðjan janúar. Markmið verkefnisins voru, auk borunarinnar sjálfrar, að ná borkjörnum (bergi), mæla háan hita og finna lekt berg. Hitinn á botni holunnar hefur þegar mælst 427 gráður. Það er því ljóst að við botn holunnar hefur vökvinn náð yfirhituðu ástandi sem gefur vísbendingar um að hægt sé að nýta hann til orkuöflunar. Því var lýst á fundinum að nú taka við fjölbreyttar rannsóknir en besta niðurstaða úr verkefninu væri ef hægt væri að nýta holuna sem vinnsluholu en það myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita, þ.e. með því að ná vökvanum upp úr holunni á hærra hitastigi og þar með með meira orkuinnihaldi en hingað til hefur verið gert. Miðað við hitann og þrýstinginn í holunni er hugsanlega hægt að vinna úr henni á bilinu 30-50 megavött (MW) sem er talsvert meira en hefðbundin vinnsluhola. Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku, setti þessar stærðir í samhengi á fundinum. Hann sagði að djúpborunarholan gæti gefið fimm- til tífalt það rafafl sem hefðbundnar jarðhitaholur gefa, en þær gefa að meðaltali 5,5 MW hér á Íslandi. „Nú um stundir er mesta rafaflsþörf Stór-Reykjavíkursvæðisins um 150 megavött, eða svo. Því þyrfti um 30 hefðbundnar háhitaholur til að uppfylla hámarksaflþörf svæðisins en einungis þrjár til sex djúpholur með yfirmarkshita – sem gefa auk þess margvíslega möguleika fyrir vistvænan iðnað,“ sagði Albert á fundinum. Hann hnykkti á hversu umhverfisvænt það myndi reynast ef hægt væri að afla rafafls með nýtingu þessara nýju djúphola. Einfaldlega vegna þess hversu fáar holur þarf til að ná sömu afköstum. Næstu skref í verkefninu eru vinnslutilraunir og blástursprófanir sem munu standa næstu tvö árin. Hins vegar líta menn enn lengra fram í tímann því framhald er þegar á teikniborðinu. Þá mun Orkuveita Reykjavíkur, eða dótturfélag hennar, Orka náttúrunnar, taka við keflinu með skylda framkvæmd á Hellisheiði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira