Þörf á frekari úrræðum fyrir fólk sem fær heilaskaða Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 21:42 Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira