Tók á móti milljónum til styrktar björgunarsveitum í Færeyjum: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 15:41 Regin Jespersen tekur við gjafabréfi úr hendi Valdísar Steinarrsdóttur (í miðið) og Rakelar Sigurgeirsdóttur. Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun. Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun.
Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36