Tók á móti milljónum til styrktar björgunarsveitum í Færeyjum: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 15:41 Regin Jespersen tekur við gjafabréfi úr hendi Valdísar Steinarrsdóttur (í miðið) og Rakelar Sigurgeirsdóttur. Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun. Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun.
Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36