Tók á móti milljónum til styrktar björgunarsveitum í Færeyjum: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 15:41 Regin Jespersen tekur við gjafabréfi úr hendi Valdísar Steinarrsdóttur (í miðið) og Rakelar Sigurgeirsdóttur. Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun. Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun.
Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36