„Því miður er þetta ekki í fyrsta skiptið sem við erum í þessari stöðu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2017 19:41 Yfirstjórn Landspítalans leitar allra leiða til þess að bæta það ástand sem verið hefur á spítalanum undanfarin misseri, en um helgina var lýst yfir hættuástandi vegna álags. Heilbrigðisráðherra fundaði með forstjóra Landspítalans í dag. Ástandið innan Landspítalans hefur verið ofarlega í umræðunni frá því fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2017 varð að lögum en í því fékk spítalinn ekki það fjármagn sem hann hafði óskað eftir og í raun minna fjármagn en stjórnendur spítalans sögðu hann þurfa til þess að viðhalda óbreyttri stöðu. Síðustu daga hefur starfsfólk lýst áhyggjum sínum um ástandið innan Landspítalans bæði hvað varðar aðbúnað og álags á starfsfólki og svo sjúklinga sem sumir hverjir hafa þurft að að liggja á göngum og kaffistofum spítalans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina sagði Tómas Guðbjartsson, læknir á spítalanum, að ástandið væri orðið grafalvarlegt og kallaði eftir viðbrögðum frá eftirlitsaðilum. Landlæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að embættið hafi ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg atvik sem benda til þess að ástandið sé verra nú en það hefur verið áður. En að nóg væri að sjá það sem væri að gerast núna til að verða áhyggjufullur. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu berast reglulega kvartanir og kröfur um úrbætur til eftirlitsins og eru stofnanirnar í nær stöðugum samskiptum vegna ýmissa mála allt árið um kring. Þá fer Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins reglulega í eldvarnareftirlit á spítalanum og eru menn þar meðvitaðir um gangnalegu sjúklinga þó hún sé ekki sé ekki samþykkt. „Held að ástandið sé, eins og hefur komið fram, það er erfitt. Ég átti fund með forstjóra spítalans í morgun og við erum að fara yfir stöðuna,“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Óttarr segir yfirstjórn spítalans vinna að því að reyna ráða úr vandanum, meðal annars hvernig hægt verði að útskrifa fólk fyrr af spítalanum í önnur meðferðarúrræði. „Síðan er þetta auðvitað hluti af stóru, meira langtímamáli og það er uppbygging spítalans. Það er áhersluatriði hjá mér og hjá ríkisstjórninni að hraða uppbyggingu nýja Landspítalans,“ segir hann. Seinna á þessu ári verður tekin í notkun nýtt sjúkrahótel og segir Óttarr það hluta þess að leysa þá stöðu sem Landspítalinn er í. „Sömuleiðis þarf að blása í og gera betur þegar kemur að plássum fyrir þá sem þurfa á hjúkrunarheimilisplássum að halda.“ Óttarr segir að nýr meðferðarkjarni við Landspítalann við Hringbraut verði klár árið 2023. „Ég held það sé ástæðan fyrir því að ég barðist fyrir því að fá að spreyta mig á heilbrigðismálunum. Sömuleiðis að ríkisstjórnin skuli setja heilbrigðismálin í efsta forgang. Það er einmitt vegna þess að ég held það séu allir sammála um að þessi staða er ekki góð eins og kom á fundi mín og forstjórans í morgun að það eru fullt af aðgerðum í gangi til þessa að reyna að vinna á þessu. Því miður er þetta ekki í fyrsta skiptið sem við erum í þessari stöðu.“ Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum grafalvarlegt: „Nóg að sjá það sem er að gerast núna til að verða áhyggjufullur“ Landlæknir segir þörf á breytingum til að komast að rót vandans. 5. febrúar 2017 12:57 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Yfirstjórn Landspítalans leitar allra leiða til þess að bæta það ástand sem verið hefur á spítalanum undanfarin misseri, en um helgina var lýst yfir hættuástandi vegna álags. Heilbrigðisráðherra fundaði með forstjóra Landspítalans í dag. Ástandið innan Landspítalans hefur verið ofarlega í umræðunni frá því fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2017 varð að lögum en í því fékk spítalinn ekki það fjármagn sem hann hafði óskað eftir og í raun minna fjármagn en stjórnendur spítalans sögðu hann þurfa til þess að viðhalda óbreyttri stöðu. Síðustu daga hefur starfsfólk lýst áhyggjum sínum um ástandið innan Landspítalans bæði hvað varðar aðbúnað og álags á starfsfólki og svo sjúklinga sem sumir hverjir hafa þurft að að liggja á göngum og kaffistofum spítalans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina sagði Tómas Guðbjartsson, læknir á spítalanum, að ástandið væri orðið grafalvarlegt og kallaði eftir viðbrögðum frá eftirlitsaðilum. Landlæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að embættið hafi ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg atvik sem benda til þess að ástandið sé verra nú en það hefur verið áður. En að nóg væri að sjá það sem væri að gerast núna til að verða áhyggjufullur. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu berast reglulega kvartanir og kröfur um úrbætur til eftirlitsins og eru stofnanirnar í nær stöðugum samskiptum vegna ýmissa mála allt árið um kring. Þá fer Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins reglulega í eldvarnareftirlit á spítalanum og eru menn þar meðvitaðir um gangnalegu sjúklinga þó hún sé ekki sé ekki samþykkt. „Held að ástandið sé, eins og hefur komið fram, það er erfitt. Ég átti fund með forstjóra spítalans í morgun og við erum að fara yfir stöðuna,“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Óttarr segir yfirstjórn spítalans vinna að því að reyna ráða úr vandanum, meðal annars hvernig hægt verði að útskrifa fólk fyrr af spítalanum í önnur meðferðarúrræði. „Síðan er þetta auðvitað hluti af stóru, meira langtímamáli og það er uppbygging spítalans. Það er áhersluatriði hjá mér og hjá ríkisstjórninni að hraða uppbyggingu nýja Landspítalans,“ segir hann. Seinna á þessu ári verður tekin í notkun nýtt sjúkrahótel og segir Óttarr það hluta þess að leysa þá stöðu sem Landspítalinn er í. „Sömuleiðis þarf að blása í og gera betur þegar kemur að plássum fyrir þá sem þurfa á hjúkrunarheimilisplássum að halda.“ Óttarr segir að nýr meðferðarkjarni við Landspítalann við Hringbraut verði klár árið 2023. „Ég held það sé ástæðan fyrir því að ég barðist fyrir því að fá að spreyta mig á heilbrigðismálunum. Sömuleiðis að ríkisstjórnin skuli setja heilbrigðismálin í efsta forgang. Það er einmitt vegna þess að ég held það séu allir sammála um að þessi staða er ekki góð eins og kom á fundi mín og forstjórans í morgun að það eru fullt af aðgerðum í gangi til þessa að reyna að vinna á þessu. Því miður er þetta ekki í fyrsta skiptið sem við erum í þessari stöðu.“
Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum grafalvarlegt: „Nóg að sjá það sem er að gerast núna til að verða áhyggjufullur“ Landlæknir segir þörf á breytingum til að komast að rót vandans. 5. febrúar 2017 12:57 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum grafalvarlegt: „Nóg að sjá það sem er að gerast núna til að verða áhyggjufullur“ Landlæknir segir þörf á breytingum til að komast að rót vandans. 5. febrúar 2017 12:57