Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2017 11:30 Hefurðu séð þessa treyju? Vísir/EPA Tom Brady vann sögulegan sigur aðfaranótt mánudags er New England Patriots hafði betur gegn Atlanta Falcons í Super Bowl, 34-28. Þetta var fimmti meistaratitill Brady sem er þar með orðinn sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í deildinni og almennt talinn besti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Sigurinn var einn sá ótrúlegasti sem sögur fara af en Atlanta var með 25 stiga forystu, 28-3, þegar komið var í þriðja leikhluta. En þá fóru Brady og félagar loks í gang og knúðu fram framlengingu þar sem þeir höfðu betur. Eftir verðlaunaafhendinguna, þegar Brady sneri aftur í búningsklefann sinn, fann hann ekki treyjuna sína. Eins og vanalegt er í NFL-deildinni var fjöldi fréttamanna í klefanum auk annarra og voru vitni að því þegar Brady uppgötvaði að treyjan væri horfin. Sjá einnig: Treyju Brady stolið eftir leik „Einhver stal treyjunni minni,“ sagði Brady við Robert Kraft, eiganda Patriots, þegar þeir hittust. „Ertu að meina það? Þú verður að leita á netinu,“ svaraði Kraft. Málið fékk mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum í gær, ekki síst eftir að lögreglan í Houston hét því að rannsaka málið. „Við leggjum mikla áherslu á gestrisni og fótbolta í Texas,“ sagði Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas, sem sagði að málið væri komið í hendur lögreglunnar.HPD Major Offenders is working with NFL Security & state & local law enforcement officials to investigate theft of Tom Brady's #SB51 jersey. — Houston Police (@houstonpolice) February 6, 2017 „Treyja Tom Brady hefur mikið sögulegt gildi og hefur því nú þegar verið haldið fram að hún er verðmætasti safngripur NFL-sögunnar. Það er líklegt að hún verði í frægðarhöll NFL einn daginn og er mikilvægt að sagan sýni ekki að henni hafi verið stolið í Texas.“ Fram kemur í New York Post að mögulegt væri að fá allt að hálfa milljón dollara fyrir treyjuna á uppboði. En þá væri mikilvægt að finna treyjuna sem fyrst og að enginn vafi leiki á því að um raunverulega treyju Brady er að ræða. Sjálfur sagði Brady í gær að hann myndi gjarnan vilja endurheimta treyjuna. „Það væri fínt ef einhver myndi láta mig vita ef treyjan verður boðin upp á eBay,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „En ég fæ þó að fara heim með verðlaunagrip og sýna börnunum mínum og er það frábært,“ sagði hann enn fremur en þar átti hann við gripinn sem hann fékk fyrir að vera útnefndur verðmætasti leikmaður Super Bowl. NFL Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Vængja kappátið var fyrirboði | Myndband Kappátið fyrir Super Bowl réðist á lokasprettinum eins og leikurinn sjálfur. 6. febrúar 2017 22:45 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Tom Brady vann sögulegan sigur aðfaranótt mánudags er New England Patriots hafði betur gegn Atlanta Falcons í Super Bowl, 34-28. Þetta var fimmti meistaratitill Brady sem er þar með orðinn sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í deildinni og almennt talinn besti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Sigurinn var einn sá ótrúlegasti sem sögur fara af en Atlanta var með 25 stiga forystu, 28-3, þegar komið var í þriðja leikhluta. En þá fóru Brady og félagar loks í gang og knúðu fram framlengingu þar sem þeir höfðu betur. Eftir verðlaunaafhendinguna, þegar Brady sneri aftur í búningsklefann sinn, fann hann ekki treyjuna sína. Eins og vanalegt er í NFL-deildinni var fjöldi fréttamanna í klefanum auk annarra og voru vitni að því þegar Brady uppgötvaði að treyjan væri horfin. Sjá einnig: Treyju Brady stolið eftir leik „Einhver stal treyjunni minni,“ sagði Brady við Robert Kraft, eiganda Patriots, þegar þeir hittust. „Ertu að meina það? Þú verður að leita á netinu,“ svaraði Kraft. Málið fékk mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum í gær, ekki síst eftir að lögreglan í Houston hét því að rannsaka málið. „Við leggjum mikla áherslu á gestrisni og fótbolta í Texas,“ sagði Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas, sem sagði að málið væri komið í hendur lögreglunnar.HPD Major Offenders is working with NFL Security & state & local law enforcement officials to investigate theft of Tom Brady's #SB51 jersey. — Houston Police (@houstonpolice) February 6, 2017 „Treyja Tom Brady hefur mikið sögulegt gildi og hefur því nú þegar verið haldið fram að hún er verðmætasti safngripur NFL-sögunnar. Það er líklegt að hún verði í frægðarhöll NFL einn daginn og er mikilvægt að sagan sýni ekki að henni hafi verið stolið í Texas.“ Fram kemur í New York Post að mögulegt væri að fá allt að hálfa milljón dollara fyrir treyjuna á uppboði. En þá væri mikilvægt að finna treyjuna sem fyrst og að enginn vafi leiki á því að um raunverulega treyju Brady er að ræða. Sjálfur sagði Brady í gær að hann myndi gjarnan vilja endurheimta treyjuna. „Það væri fínt ef einhver myndi láta mig vita ef treyjan verður boðin upp á eBay,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „En ég fæ þó að fara heim með verðlaunagrip og sýna börnunum mínum og er það frábært,“ sagði hann enn fremur en þar átti hann við gripinn sem hann fékk fyrir að vera útnefndur verðmætasti leikmaður Super Bowl.
NFL Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Vængja kappátið var fyrirboði | Myndband Kappátið fyrir Super Bowl réðist á lokasprettinum eins og leikurinn sjálfur. 6. febrúar 2017 22:45 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45
Vængja kappátið var fyrirboði | Myndband Kappátið fyrir Super Bowl réðist á lokasprettinum eins og leikurinn sjálfur. 6. febrúar 2017 22:45
NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41