Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 10:48 Pétur Gunnlaugsson var allt annað en sáttur við ákæruna þegar hann fékk veður af henni. Hann varði sig sjálfur og nú hefur málinu verið vísað frá dómi. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu. Pétur var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs fyrir ummæli sín og hlustenda í þættinum Línan er laus. Þar voru til umræðu áform Hafnarfjarðarbæjar að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarsins. Samtökin ’78 kærðu ummælin til lögreglunnar en Pétur er einn nokkurra sem samtökin kærðu fyrir hatursorðræðu. Meðal annarra sem sæta ákæru er Moggabloggarinn og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson.RÚV greinir frá frávísun málsins og vísar í úrskurð Guðjóns St. Marteinssonar þar sem fram kemur að mörg ummælin sem vísað er til í ákærunni, og Vísir hefur greint frá, séu mjög almenns eðlis. Ákæran sé óglögg og erfitt að átta isg á hver af ummælunum eigi að teljast saknæm. Af þeim sökum eigi Pétur erfitt með að verjast sakargiftum.Varði sig sjálfur Þá sé verulegur galli á ákærunni að tilgreina ranglega heiti meints brots. Ákært sé fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs en ekkert slíkt sé tiltekið í þeirri grein almennra hegningarlaga sem vísað er til í ákærunni. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ríkið þarf að greiða málsvarnarlaun Péturs, 716 þúsund krónur, en Jón Steinar Gunnlaugsson varði Pétur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verður að öllum líkindum aðgengilegur á vef dómsins síðar í dag. Tengdar fréttir Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu. Pétur var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs fyrir ummæli sín og hlustenda í þættinum Línan er laus. Þar voru til umræðu áform Hafnarfjarðarbæjar að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarsins. Samtökin ’78 kærðu ummælin til lögreglunnar en Pétur er einn nokkurra sem samtökin kærðu fyrir hatursorðræðu. Meðal annarra sem sæta ákæru er Moggabloggarinn og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson.RÚV greinir frá frávísun málsins og vísar í úrskurð Guðjóns St. Marteinssonar þar sem fram kemur að mörg ummælin sem vísað er til í ákærunni, og Vísir hefur greint frá, séu mjög almenns eðlis. Ákæran sé óglögg og erfitt að átta isg á hver af ummælunum eigi að teljast saknæm. Af þeim sökum eigi Pétur erfitt með að verjast sakargiftum.Varði sig sjálfur Þá sé verulegur galli á ákærunni að tilgreina ranglega heiti meints brots. Ákært sé fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs en ekkert slíkt sé tiltekið í þeirri grein almennra hegningarlaga sem vísað er til í ákærunni. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ríkið þarf að greiða málsvarnarlaun Péturs, 716 þúsund krónur, en Jón Steinar Gunnlaugsson varði Pétur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verður að öllum líkindum aðgengilegur á vef dómsins síðar í dag.
Tengdar fréttir Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00
Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17