Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðu sína: „You Ain't Seen Nothing Yet“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 20:23 „Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49
Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33