Viktor Örn náði þriðja sætinu í Frakklandi Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Keppendur og aðstoðarmenn ásamt hluta Íslendinganna sem sátu á pöllunum og hvöttu Viktor áfram í fimm og hálfan klukkutíma. Mynd/Þráinn Freyr Vigfússon „Að sjálfsögðu tókum við víkingaklappið. Fyrst horfðu allir aðrir stuðningsmenn á okkur en tóku svo undir næst þegar við tókum það. Þetta var algjör snilld,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, en hann var einn af rúmlega 200 Íslendingum sem sátu í áhorfendastúkunni í Lyon þar sem Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, fór fram. Keppnin er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur ávallt meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Viktor Örn Andrésson keppti fyrir Íslands hönd og hreppti þriðja sæti. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, bæði með kokkalandsliði Íslands og í einstaklingskeppni. Hann var kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Skandinavíu ári síðar. Í forkeppninni, sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi, fékk hann sérstök verðlaun fyrir fiskrétt .„Bocuse d'Or er svo sérstök matreiðslukeppni miðað við allar aðrar því þetta er meira eins og íþróttakappleikur. Á stuðningsmannapöllunum var fólk í stuði með trommur, söngva, lúðra og fána sinna landa. Það var ævintýraleg stemning, algjörlega klikkuð,“ segir Ólafur en hann var nánast raddlaus enda búinn að vera að hvetja í rúma fimm og hálfan tíma. Viktor Örn hafði þann tíma til að matreiða vegan grænmetisrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason, sem keppti í þessari keppni fyrir tveimur árum og naut hann aðstoðar Hinriks Lárussonar. Á meðan sungu Íslendingarnir og hvöttu hann áfram. Eina skiptið sem var þagnað var þegar víkingaklappið margfræga var tekið.„Allir þeir sem komu hingað voru á eigin vegum. Langflestir tengjast matreiðslu því að það er svo stór fimm daga sýning hérna um leið. Keppnin er haldin í tengslum við hana. Keppnin varð 30 ára í ár en Ísland sendi þátttakanda fyrst árið 1999. Það hefur gengið mjög vel hjá okkar kokkum og þeir hafa alltaf endað á meðal tíu efstu. Við höfum einu sinni fengið brons, það var árið 2001,“ segir hann. Töluverða athygli vöktu hjálmarnir sem Ólafur og félagar hans voru með en það eru trúlega einhverjir frægustu víkingahjálmar Íslandssögunnar. „Það var einn hérna sem bjargaði okkur um hjálmana úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Við köllum okkur því frekar stuðningsmannasveitina Hrafnarnir en Tólfan,“ segir Ólafur hress og kátur en frekar raddlaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
„Að sjálfsögðu tókum við víkingaklappið. Fyrst horfðu allir aðrir stuðningsmenn á okkur en tóku svo undir næst þegar við tókum það. Þetta var algjör snilld,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, en hann var einn af rúmlega 200 Íslendingum sem sátu í áhorfendastúkunni í Lyon þar sem Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, fór fram. Keppnin er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur ávallt meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Viktor Örn Andrésson keppti fyrir Íslands hönd og hreppti þriðja sæti. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, bæði með kokkalandsliði Íslands og í einstaklingskeppni. Hann var kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Skandinavíu ári síðar. Í forkeppninni, sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi, fékk hann sérstök verðlaun fyrir fiskrétt .„Bocuse d'Or er svo sérstök matreiðslukeppni miðað við allar aðrar því þetta er meira eins og íþróttakappleikur. Á stuðningsmannapöllunum var fólk í stuði með trommur, söngva, lúðra og fána sinna landa. Það var ævintýraleg stemning, algjörlega klikkuð,“ segir Ólafur en hann var nánast raddlaus enda búinn að vera að hvetja í rúma fimm og hálfan tíma. Viktor Örn hafði þann tíma til að matreiða vegan grænmetisrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason, sem keppti í þessari keppni fyrir tveimur árum og naut hann aðstoðar Hinriks Lárussonar. Á meðan sungu Íslendingarnir og hvöttu hann áfram. Eina skiptið sem var þagnað var þegar víkingaklappið margfræga var tekið.„Allir þeir sem komu hingað voru á eigin vegum. Langflestir tengjast matreiðslu því að það er svo stór fimm daga sýning hérna um leið. Keppnin er haldin í tengslum við hana. Keppnin varð 30 ára í ár en Ísland sendi þátttakanda fyrst árið 1999. Það hefur gengið mjög vel hjá okkar kokkum og þeir hafa alltaf endað á meðal tíu efstu. Við höfum einu sinni fengið brons, það var árið 2001,“ segir hann. Töluverða athygli vöktu hjálmarnir sem Ólafur og félagar hans voru með en það eru trúlega einhverjir frægustu víkingahjálmar Íslandssögunnar. „Það var einn hérna sem bjargaði okkur um hjálmana úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Við köllum okkur því frekar stuðningsmannasveitina Hrafnarnir en Tólfan,“ segir Ólafur hress og kátur en frekar raddlaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00