Viktor Örn náði þriðja sætinu í Frakklandi Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Keppendur og aðstoðarmenn ásamt hluta Íslendinganna sem sátu á pöllunum og hvöttu Viktor áfram í fimm og hálfan klukkutíma. Mynd/Þráinn Freyr Vigfússon „Að sjálfsögðu tókum við víkingaklappið. Fyrst horfðu allir aðrir stuðningsmenn á okkur en tóku svo undir næst þegar við tókum það. Þetta var algjör snilld,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, en hann var einn af rúmlega 200 Íslendingum sem sátu í áhorfendastúkunni í Lyon þar sem Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, fór fram. Keppnin er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur ávallt meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Viktor Örn Andrésson keppti fyrir Íslands hönd og hreppti þriðja sæti. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, bæði með kokkalandsliði Íslands og í einstaklingskeppni. Hann var kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Skandinavíu ári síðar. Í forkeppninni, sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi, fékk hann sérstök verðlaun fyrir fiskrétt .„Bocuse d'Or er svo sérstök matreiðslukeppni miðað við allar aðrar því þetta er meira eins og íþróttakappleikur. Á stuðningsmannapöllunum var fólk í stuði með trommur, söngva, lúðra og fána sinna landa. Það var ævintýraleg stemning, algjörlega klikkuð,“ segir Ólafur en hann var nánast raddlaus enda búinn að vera að hvetja í rúma fimm og hálfan tíma. Viktor Örn hafði þann tíma til að matreiða vegan grænmetisrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason, sem keppti í þessari keppni fyrir tveimur árum og naut hann aðstoðar Hinriks Lárussonar. Á meðan sungu Íslendingarnir og hvöttu hann áfram. Eina skiptið sem var þagnað var þegar víkingaklappið margfræga var tekið.„Allir þeir sem komu hingað voru á eigin vegum. Langflestir tengjast matreiðslu því að það er svo stór fimm daga sýning hérna um leið. Keppnin er haldin í tengslum við hana. Keppnin varð 30 ára í ár en Ísland sendi þátttakanda fyrst árið 1999. Það hefur gengið mjög vel hjá okkar kokkum og þeir hafa alltaf endað á meðal tíu efstu. Við höfum einu sinni fengið brons, það var árið 2001,“ segir hann. Töluverða athygli vöktu hjálmarnir sem Ólafur og félagar hans voru með en það eru trúlega einhverjir frægustu víkingahjálmar Íslandssögunnar. „Það var einn hérna sem bjargaði okkur um hjálmana úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Við köllum okkur því frekar stuðningsmannasveitina Hrafnarnir en Tólfan,“ segir Ólafur hress og kátur en frekar raddlaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu tókum við víkingaklappið. Fyrst horfðu allir aðrir stuðningsmenn á okkur en tóku svo undir næst þegar við tókum það. Þetta var algjör snilld,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, en hann var einn af rúmlega 200 Íslendingum sem sátu í áhorfendastúkunni í Lyon þar sem Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, fór fram. Keppnin er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur ávallt meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Viktor Örn Andrésson keppti fyrir Íslands hönd og hreppti þriðja sæti. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, bæði með kokkalandsliði Íslands og í einstaklingskeppni. Hann var kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Skandinavíu ári síðar. Í forkeppninni, sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi, fékk hann sérstök verðlaun fyrir fiskrétt .„Bocuse d'Or er svo sérstök matreiðslukeppni miðað við allar aðrar því þetta er meira eins og íþróttakappleikur. Á stuðningsmannapöllunum var fólk í stuði með trommur, söngva, lúðra og fána sinna landa. Það var ævintýraleg stemning, algjörlega klikkuð,“ segir Ólafur en hann var nánast raddlaus enda búinn að vera að hvetja í rúma fimm og hálfan tíma. Viktor Örn hafði þann tíma til að matreiða vegan grænmetisrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason, sem keppti í þessari keppni fyrir tveimur árum og naut hann aðstoðar Hinriks Lárussonar. Á meðan sungu Íslendingarnir og hvöttu hann áfram. Eina skiptið sem var þagnað var þegar víkingaklappið margfræga var tekið.„Allir þeir sem komu hingað voru á eigin vegum. Langflestir tengjast matreiðslu því að það er svo stór fimm daga sýning hérna um leið. Keppnin er haldin í tengslum við hana. Keppnin varð 30 ára í ár en Ísland sendi þátttakanda fyrst árið 1999. Það hefur gengið mjög vel hjá okkar kokkum og þeir hafa alltaf endað á meðal tíu efstu. Við höfum einu sinni fengið brons, það var árið 2001,“ segir hann. Töluverða athygli vöktu hjálmarnir sem Ólafur og félagar hans voru með en það eru trúlega einhverjir frægustu víkingahjálmar Íslandssögunnar. „Það var einn hérna sem bjargaði okkur um hjálmana úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Við köllum okkur því frekar stuðningsmannasveitina Hrafnarnir en Tólfan,“ segir Ólafur hress og kátur en frekar raddlaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00