Innlent

Engin geislun frá húsnæði HÍ að Neshaga 16

Garðar örn Úlfarsson skrifar
Byggingin sem um ræðir er við Neshaga 16 og tilheyrir Háskóla Íslands.
Byggingin sem um ræðir er við Neshaga 16 og tilheyrir Háskóla Íslands. Vísir/Anton
Reiknistofnun Háskóla Íslands má setja upp varaaflstöð og kælibúnað á lóðinni á Neshaga 16 samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem neitar kröfu um að fella úr gildi leyfi sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í 14. apríl 2015.

Nágrannar, sem kærðu framkvæmdina, töldu að bæði myndi stafa hljóð- og umhverfismengun af búnaðinum og vildu fá upplýst hvort geislun frá mannvirkjunum gæti snert heilsufar íbúa á svæðinu. Í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar segir að varaaflstöðin sé í hljóðeinangraðri skel úr stáli.

Telja verði mannvirkin eðlilegan og nauðsynlegan búnað fyrir starfsemina sem fari fram á lóðinni og þau hafi verið færð til eftir athugasemdir.

„Jafnframt bendir ekkert til þess að frá umræddum búnaði muni stafa óæskileg geislun.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×