Erlent

Telja að skotið hafi verið á vél Hammarskjölds

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Dag Hammarskjöld.
Dag Hammarskjöld.
Flugvélin sem hrapaði í Sambíu árið 1961 með Dag Hammarskjöld, þáverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, innanborðs var trúlega skotin niður. Frá þessu greindi The Guardian í gær og vísaði í nýja skýrslu sem Mohamed Chande Othman, fyrrverandi forseti hæstaréttar Tansaníu, vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Í frétt blaðsins segir að „fjöldi sönnunargagna bendi til þess að önnur flugvél hafi grandað flugvél Hammarskjölds“.

Hammarskjöld var á leiðinni til Austur-Kongó árið 1961 til að koma á friði milli uppreisnarmanna í Katanga-héraði og ríkisstjórnar landsins.

Á meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að Frakkar hafi séð Katanga-liðum fyrir þremur orrustuflugvélum. Jafnframt hafi belgískur flugmaður verið málaliði Katanga-liða og flogið flugvélum þeirra. Hann hafi skotið viðvörunarskotum í átt að flugvél Hammarskjölds en óvart hæft væng hennar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.